Flutningar í kapphlaupi við klukkuna

Flutningar í kapphlaupi við klukkuna

Moving Day er samvinnuspil og býður bæði upp á spennu og kátínu. Leikmenn vinna saman að því að hjálpa fjölskyldu að pakka niður fyrir flutninga og flytja í nýtt hús. Þetta þarf allt að nást á ákveðnum tíma og því krefjast flutningarnir góðrar skipulagningar og samvinnu af hálfu leikmanna.

Þeir sem hafa flutt vita að það má alltaf að gera ráð fyrir einhverjum truflunum og uppákomum við undirbúning flutninga og á meðan á þeim stendur. Í Moving Day getur ýmislegt komið upp á sem setur strik í reikninginn. Eitthvað getur týnst, flutningabílstjórinn getur tafist og allt slíkt er dýrkeypt þar sem leikmenn þurfa að ná að klára að græja allt og gera áður en tíminn rennur út!

Hugvit, skipulag og kraftar

Hugvit, skipulag og kraftar

Tveir til fjórir leikmenn keppast við að pakka niður fyrir flutninga og hafa til þess þrjátíu mínútur. Það þarf að raða öllu í flutningabílinn og það krefst vandvirkni og góðs skipulags, þar sem fleiri stig fást eftir því sem betur gengur að raða.

Það er einfalt að hlaða í stóra flutningabílinn; hafa stærstu og þyngstu kassana neðst og raða svo ofan á þá. Málið vandast hins vegar þegar verið er að raða á mótorhjólið þar sem sömu lögmál gilda ekki og um flutningabílinn. Kassarnir mega heldur ekki skemmast og þeir mega ekki heldur vera of þungir því þá eru stig dregin frá. Svo má ekki kalla í of marga aðstoðarmenn því hvert farartæki hefur takmarkað pláss, bæði fyrir dót og fólk!

Spilinu lýkur eftir átta umferðir og reynir á hugvit, skipulag og krafta - og ekki síst góða samvinnu.

Skemmtilegt samvinnuspil

Skemmtilegt samvinnuspil

Fyrir 10 ára og eldri
Fjöldi leikmanna: 2-4
Leiktími: U.þ.b. 40 mínútur

Byggt á gamalli hefð

Byggt á gamalli hefð

Moving Day byggir á gamalli hefð í kanadíska héraðinu Quebec þar sem leigusamningum lauk lögum samkvæmt sama dag ár hvert. Fjölmargir leigjendur voru því að flytja á einum og sama deginum og því vel hægt að ímynda sér að það hafi verið mikið havarí og allt þurft að ganga smurt fyrir sig.

Lögin eiga rætur sínar að rekja til ársins 1750 og voru upphaflega sett til að koma í veg fyrir að fólk þyrfti að flytja á veturna, þegar veðrið gat verið vont og aðstæður krefjandi og jafnvel hættulegar. Um miðja 19. öld var lögunum breytt og krafa gerð um að leigusamningum myndi ljúka 1. maí sem forðaði leigjendum enn frá því að flytja að vetri til.

Á áttunda áratug síðustu aldar var lögunum breytt á ný og lokadagur leigusamninga færður yfir á 30. júní. Það var gert til að forðast það að flutningar væru á sama tíma og skólalok í júní sem gæti valdið fjölskyldum óþægindum. Þótt þessi ákveðni flutningadagur sé ekki lengur lögfestur er enn mikil hefð fyrir því að íbúar Quebec flytji 1. júlí sem setur vissulega sérstakan svip á daginn og mannlífið.