Næst að bjarga mannkyninu?

Næst að bjarga mannkyninu?

Pandemic Hot Zone Europe er spennandi samvinnuspil þar sem leikmenn taka að sér hlutverk sóttvarnateymis sem reynir að hefta útbreiðslu skæðra sjúkdóma áður en þeir verða að faraldri. Sögusviðið er Evrópa og hér þurfa leikmenn að standa saman til að bjarga mannkyninu.

Pandemic Hot Zone Europe er hér á íslensku og minna í sniðum en hefðbundið Pandemic-spil. Það er spilað á styttri tíma svo það er tilvalið að taka með í partíið eða ferðalagið.

Spilið reynir á samvinnu leikmanna þar sem allir þurfa að hjálpast að og taka sameiginlegar ákvarðanir. Það getur orðið afar spennandi þar sem allt getur breyst á einu augabragði!

Leikmenn með mismunandi hlutverk

Leikmenn með mismunandi hlutverk

Saman mynda leikmenn sóttvarnateymi sem vinnur að því að stöðva útbreiðslu smitandi sjúkdóma í Evrópu og koma í veg fyrir að þeir verði að skæðum faraldri. Markmiðið er að finna lyf gegn óværunni og takist það hefur teymið sigrað leikinn - og bjargað mannkyninu frá glötun um leið.

Leikmenn fá mismunandi hlutverk, einn er t.d. læknir og annar vísindamaður, og geta ferðast á milli borga, meðhöndlað sjúkdóma eða unnið að því að finna lyf gegn þeim.

Spilaborðið sýnir Evrópu og er sett upp með borgum þar sem mismunandi sjúkdómar geta blossað upp. Sjúkdómarnir eru táknaðir með teningum í ákveðnum litum sem eru staðsettir á mismunandi reitum, þ.e. í mismunandi borgum, á spilaborðinu í upphafi leiks. Til að finna lyf við þeim þarf að safna ákveðnum fjölda spila af sama lit, sem tengjast viðkomandi sjúkdómi, og eyða þeim svo á rannsóknarstofu. Þegar lyfið hefur verið fundið er auðveldara að eiga við sjúkdómana.

Nærliggjandi borgir geta verið í hættu

Nærliggjandi borgir geta verið í hættu

Í lok hverrar lotu eru sjúkdómateningar settir á borðið með því að draga úr spilabunka þar sem spilin segja til um hvar sjúkdómarnir munu breiðast út. Ef borg fær of marga teninga af sama lit veldur það útbreiðslu sem smitar nærliggjandi borgir. Það getur leitt til þess að hlutirnir fara að gerast hratt, hætta er á stórum faraldri og gerir sóttvarnateyminu erfiðara fyrir.

Verði of mikil útbreiðsla sjúkdómanna eða sjúkdómateningar í ákveðnum lit klárast, hafa leikmenn tapað. Þeir sigra hins vegar ef þeim tekst að finna lyf við öllum sjúkdómunum í tæka tíð.

Samvinnuspil á íslensku

Samvinnuspil á íslensku

Fyrir 8 ára og eldri
Fjöldi leikmanna: 2-4
Spilatími: 30 mínútur
Hönnuðir: Tom Lehmann og Matt Leacock