Sofandi drottningar og kóngar í vanda
Sofandi drottningar og kóngar í vanda
Sofandi drottningar og kóngar í vanda
Sofandi drottningar og kóngar í vanda
Höfundur borðspilsins Sleeping Queens, Miranda Evarts, var aðeins sex ára þegar hún fékk hugmyndina að þessu stórskemmtilega spili. Hún fékk aðstoð frá eldri systur sinni, Madeleine, og foreldrum sínum, Denise og Max, við að gera hugmyndina að veruleika og spilið hefur notið mikilla vinsælda frá því það kom fyrst út árið 2005.
Fjölskyldan tók svo aftur höndum saman og bjó til Sleeping Queens 2: The Rescue! sem byggir á upprunalegu hugmyndinni en bætti þó við nýjum reglum og aðgerðum til að gera spilið enn fjölbreyttara og skemmtilegra.
Bæði spilin eru fyrir átta ára og eldri og eru frábær fjölskylduspil auk þess sem þau henta líka prýðilega til dæmis á spilakvöldið í skólanum eða í frístund.
Fjölskyldan tók svo aftur höndum saman og bjó til Sleeping Queens 2: The Rescue! sem byggir á upprunalegu hugmyndinni en bætti þó við nýjum reglum og aðgerðum til að gera spilið enn fjölbreyttara og skemmtilegra.
Bæði spilin eru fyrir átta ára og eldri og eru frábær fjölskylduspil auk þess sem þau henta líka prýðilega til dæmis á spilakvöldið í skólanum eða í frístund.
Vekið sofandi drottningarnar
Vekið sofandi drottningarnar
Vekið sofandi drottningarnar
Vekið sofandi drottningarnar
Pönnukökudrottningin, Maríuerludrottningin og tíu vinkonur þeirra eru undir álögum þar sem þær sofa vært en það verður að vekja þær! Spilið gengur út á að vekja drottningarnar og safna um leið stigum til að fá fleiri stig en hinir leikmennirnir. Hér þarf að nota kænsku, hugsa hratt og hafa dálitla heppni með sér í liði til að ná að vekja þær stöllur.
Fyrir 8 ára og eldri
Fjöldi leikmanna: 2-5
Spilatími: 20 mínútur
Fyrir 8 ára og eldri
Fjöldi leikmanna: 2-5
Spilatími: 20 mínútur
Sofandi drottningar koma til bjargar!
Sofandi drottningar koma til bjargar!
Sofandi drottningar koma til bjargar!
Sofandi drottningar koma til bjargar!
Pönnukökudrottningin og Maríuerludrottningin eru mættar aftur ásamt vinum sínum. Reglurnar eru aðeins öðruvísi en í fyrri útgáfunni, Sleeping Queens, og nú þarf að bjarga kóngunum frá verulegum vandræðum! Það þarf að passa sig á óargadvergum, sofandi trjám og hinum lævísu skiptinornum og ekki er hægt að treysta um of á riddarana því þeir geta komið ykkur í vandræði ef einhver kastar teningnum og fær dreka. Spilið gengur út á að safna sem flestum stigum um leið og kóngunum er bjargað.
Fyrir 8 ára og eldri
Fjöldi leikmanna: 2-5
Spilatími: 20 mínútur
Fyrir 8 ára og eldri
Fjöldi leikmanna: 2-5
Spilatími: 20 mínútur