Heppni og herkænska í bland

Heppni og herkænska í bland

Las Vegas Royale er auðvelt og ótrúlega skemmtilegt spil, endurbætt útgáfa af hinu klassíska Las Vegas þar sem leikmenn keppast um að eignast sem mestan pening.
Í þessari útgáfu eru tólf viðbótarflísar sem ekki eru í fyrri útgáfunni en það er líka vel hægt að spila gamla góða Vegas ef einhver vill.

Spilið er einfalt í grunninn og þótt það byggi að hluta til á heppni þar sem teningunum er kastað þurfa leikmenn þó að vera ráðsnjallir þar sem ýmislegt getur gerst og aðrir leikmenn jafnvel sett strik í reikninginn.

Teningunum kastað

Teningunum kastað

Á spilaborðinu eru sett upp sex spilavíti, hvert merkt tölunum 1-6, þar sem í hverju spilavíti er spilað um ákveðna peningaupphæð. Hver leikmaður fær átta teninga í ákveðnum lit. Í hverri umferð þarf að kasta og setja teninga af einni tegund á samsvarandi spilavíti. Þegar allir leikmenn hafa sett teningana sína á borðið fá þeir peningaupphæð sem ákvarðast af því hvað þeir eiga marga teninga á hverju spilavíti. Sá leikmaður sem á flesta teningana vinnur hæstu upphæðina, sá sem á næstflesta teninga fær þá næsthæstu og svo framvegis.

Í sumum spilavítunum fá leikmenn verkefni sem geta haft óvænt áhrif á leikinn og gera hann enn fjölbreyttari og skemmtilegri.

Spilaðar eru þrjár umferðir og að þeim loknum er talið saman hvað hver leikmaður á af peningum. Sá sem á mestan pening í leikslok sigrar.

Ný og endurbætt útgáfa af Las Vegas

Ný og endurbætt útgáfa af Las Vegas

Fyrir 8 ára og eldri
Fjöldi leikmanna: 2-5
Spilatími: 45-60 mínútur
Framleiðandi: Ravensburger

Las Vegas Royale er ný og endurbætt útgáfa af Las Vegas sem notið hefur mikilla vinsælda. Það er vel hægt að spila hina hefðbundnu útgáfu með Las Vegas Royale.

Spilið er tilvalið fyrir t.d. vinahópinn, fjölskylduna og spilakvöldið.