Happy Plugs

varð til út frá einni spurningu

Happy Plugs

varð til út frá einni spurningu

„Hvers vegna koma heyrnartól ekki í litum sem hægt er að hafa í stíl við klæðnaðinn og skapið þann daginn?" spurði hinn sænski Andreas Vural sjálfan sig þar sem hann leitaði að litríkum heyrnartólum handa kærustunni sinni árið 2011. Þegar leitin bar ekki árangur málaði hann sjálfur heyrnartól sem ekki bara kærastan varð himinglöð með, heldur vöktu þau mikla athygli hvar sem hún var með þau.

Upp úr þessu ákvað Vural að taka málin og hönnunina í sínar hendur og stofnaði fyrirtækið Happy Plugs sem nú framleiðir úrval af fallegum, vönduðum þráðlausum heyrnartólum og hátölurum í hinum ýmsu litum.

Í dag eru vörur Happy Plugs þekktar um allan heim og seldar í meira en 70 löndum. Fyrirtækið leggur áherslu á sjálfbæra hönnun og ábyrgð í framleiðslunni og vinnur stöðugt að því að þróa umhverfisvænni og sjálfbærari lausnir í vöruframboði sínu.

Happy Plugs framleiðir notendavænar og fallegar gæðavörur sem passa inn í hvaða lífsstíl sem er og sameinar tækni, gæði og tísku á sérlega skemmtilegan og stílhreinan hátt.

Vöruúrvalið