Fyrirtækjaþjónusta - A4.

Fyrirtækjaþjónusta A4 þjónustar fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum og veitir faglega ráðgjöf varðandi skrifstofu og rekstrarvörur. Hjá okkur starfa sérfræðingar með djúpa þekkingu á vöruframboði okkar sem leiðbeina þér varðandi lausnir sem sniðnar eru að þínu fyrirtæki. Fyrirtæki í föstum viðskiptum njóta jafnframt aukins ávinnings í formi afsláttarkjara sem ráðast af umsvifum viðskipta, auk þess sem þau fá upplýsingar um sértilboð í hverjum mánuði.

Fyrirtækjaþjónusta A4 er þægilegasta leiðin til að tryggja að fyrirtækinu þínu vanti aldrei skrifstofuvörur. Þú pantar í vefverslun okkar eða hefur samband við söluráðgjafa. Við sjáum um að afgreiða og afhenda vörurnar til þín og þú sparar bæði tíma og fyrirhöfn. 

Þú getur haft samband við söluráðgjafa í síma 580 0048 eða með tölvupósti á netfangið sala(hjá)a4.is

Vörukynningar

OWA

Umhverfisvæn dufthylki

Sérstaða OWA er að vera með endurvinnanleg dufthylki sem minnka umhverfisspor fyrirtækja en auk þess að vera umhverfisvæn eru dufthylkin almennt 30% ódýrari en önnur hylki á markaðinum. Eftir notkun er hægt að skila hylkjunum í verslanir okkar um allt land og við sjáum til þess að þau fari í rétta hringrás hjá OWA. Framtíðarsýn okkar er að starfsmaður frá okkur nálgist hylkin til fyrirtækja og þannig minnki umhverfisspor fyrirtækja á Íslandi.

Nýtt og spennandi garn komið í verslanir okkar

Við höfum tekið inn tvær nýjar tegundir af garni frá Dale - STERK og PUS - sem eru frábærar viðbætur í handavinnuúrvalið okkar.

Happy Plugs

Heyrnartól og hátalarar

Happy Plugs framleiðir notendavænar og fallegar gæðavörur sem passa inn í hvaða lífsstíl sem er og sameinar tækni, gæði og tísku á sérlega skemmtilegan og stílhreinan hátt. Smart og vönduð þráðlaus heyrnartól og hátalarar eru einkennismerki fyrirtækisins.

Vefverslun A4 er einföld og þægileg leið til að versla skrifstofuvörur fyrir þitt fyrirtæki þegar þér hentar. Kostir þess að versla í vefverslun eru fjölmargir, meðal annars:

  • Hægt er að versla á hvaða tíma sólarhrings sem er
  • Auðvelt er að safna í körfu og senda pöntun þegar þér hentar
  • Fyrirtækið fær ávallt sín kjör
  • Góð yfirsýn er yfir fyrri vefpantanir og einfalt að panta aftur það sama og síðast

       

Afhendingar

Pantanir til fyrirtækja á höfuðborgarsvæðisins eru keyrðar út með A4 bíl en Pósturinn sér um aðra dreifingu. Sendingakostnaður er 2.990 kr. Ef upphæð á pöntun fer yfir 25.000 kr. fellur sendingakostnaður niður og sætur glaðningur fylgir með.*

Afhendingartími

  • Höfuðborgarsvæði: Pantanir sem gerðar eru fyrir kl. 10:00 á virkum dögum eru afhendar samdægurs, annars næsta virka dag. 
  • Utan höfuðborgarsvæðis: Pantanir sem gerðar eru fyrir kl. 10:00 eru póstlagðar samdægurs, annars næsta virka dag.

*Gildir ekki um húsgögn.