Stílhrein og falleg húsgögn

Stílhrein og falleg húsgögn

A4 rekur sögu sína meira en fjóra áratugi aftur í tímann og slagorð okkar, fyrir skapandi líf, endurspeglar áherslu okkar á að bjóða lausnir til að ýta undir og styðja skapandi hugsun og starfsemi á vinnustaðnum og heima.

Við erum stolt af því að geta boðið upp á falleg og vönduð skrifstofuhúsgögn frá nokkrum af fremstu framleiðendum heims og leggjum áherslu á að bjóða viðskiptavinum okkar gæði, þægindi og glæsilega hönnun sem uppfyllir öll skilyrði nútímastarfsumhverfis.

Við bjóðum húsgögn sem aðlaga sig að nútímavinnustöðum, þar sem sveigjanleiki, samskipti og sköpun skipta miklu máli, og leggjum metnað í vandaðar gæðavörur þar sem öll áhersla er á að hugað sé að umhverfisþáttum og samfélagslegri ábyrgð.

Fréttir

Unit frá Lintex

A4 Húsgögn

Hreyfanlegar veggeiningar sem skapa næði og ró í lifandi nútíma skrifstofum. UNIT fæst bæði í með blöndu af gleri og textíl eða sem tvíhliða textílútgáfa. Allar yfirborðsútgáfur eru sérsníðanlegar með fjölbreyttu úrvali gler- og efnislita. UNIT getur verið skapandi flöt til að skrifa á, þurrka út eða festa upp eða virkað sem hljóðdeyfir. Þökk sé innfellanlegum hjólum er einingin alltaf tilbúin til að mynda skjól eða breyta rýminu á sveigjanlegan hátt.

Victor Eggbox frá Decibel

Hljóðvist - A4 Húsgögn

Glæný enn samt gömul hönnun frá Decibel. Endurhönnun á eggjakassann. Stærri og betri en nokkru sinni fyrr.

Akunok frá Abstracta

A4 Húsgögn

Orðið Akunok er leikur með orðin acoustic og nook og snýst um vandlega mótað næði, án þess að mynda lokað rými. Akunok er hannað fyrir lifandi umhverfi þar sem hreyfing og hávaði eru ríkjandi, eins og opnar skrifstofur og samvinnurými. Það hentar einnig einstaklega vel í anddyri, bókasöfn og lesstofur eða til að bæta hljóðvist og skapa rýmisbreytileika í stórum, opnum svæðum eins og verslunarmiðstöðvum og flugvöllum.

Við aðstoðum þig með ánægju

Við aðstoðum þig með ánægju

Í góðri samvinnu við þig, þar sem þarfir þíns fyrirtækis eru í forgrunni, tryggja ráðgjafar okkar að við finnum þær lausnir sem henta best þegar kemur að uppsetningu skrifstofurýmisins.

Í sýningarsal okkar í húsgagnadeild, Skeifunni 17, er að finna fjölbreytt sýnishorn af skrifstofuhúsgögnum frá nokkrum af fremstu framleiðendum heims.
Opnunartími sýningarsalarins er milli klukkan 9:00 og 17:00 alla virka daga og við tökum vel á móti þér. Einnig er hægt að hafa samband við okkur í síma 580-0085 eða með því að senda tölvupóst á netfangið husgogn@a4.is.