AVA frá Johanson

AVA frá Johanson

Nýja AVA sófa línan hefur verið sérhönnuð af Böttcher & Kayser til að mæta sívaxandi eftirspurn og áhuga á húsgögnum sem gefa notalegri og heimilislegri tilfinningu í almenningsrými.

Lykillinn að velgengni hér liggur í sameiningu hæginda og þæginda með miklu innihaldi af hönnun – forskrift sem AVA uppfyllir að öllu leyti. Aðlaðandi línur, mjúkt og stuðningsríkt áklæði, stakar sætiseiningar og lausir bakpúðar eiga sinn þátt í að tryggja að notendur skynji hátt stig hönnunar og upplyfi þægindi á háu stigi.

Grunnurinn fyrir AVA línuna er fjöldi ferhyrndra eininga í mismunandi stærðum, lögun og sæta fjölda til að mæta mismunandi þörfum í margs konar rými.

Þökk sé sveigjanleika framleiðsluferlisins og sérfræðiþekkingu Johanson teymisins, er hægt að nálgast flestar gerðir af vefnaðarvöru til að mæta óskum arkitekta og innanhússhönnuða. Það tryggir að AVA eigi heima bæði í hefðbundnu almenningsrými og í umhverfi þar sem stemningin á að vera afslappaðri.

Fréttir

Lintex - Nútímaleg hönnun

Húsgögn

LINTEX er fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var árið 1983 í Nybro í Svíþjóð, svæði sem þekkt er fyrir hugvit og handverk úr gleri. Fyrirtækið framleiðir töflur fyrir skrifstofur, skóla, vinnustaði og fundarstaði. Það sem greinir LINTEX frá flestum framleiðendum á þessu sviði er hins vegar nálgun þeirra að hönnun og virkni. Þar sækir LINTEX í kjarna skandinavískrar hönnunar; góða virkni og ekki síður að virknin sé falleg. Falleg hönnun er ekki það sem flestir tengja við þegar hugsað er um töflur. LINTEX hefur breytt þessu, með það að markmiði að koma á óvart og ögra ímyndinni um hvernig tafla á að líta út.

Garbo & Grace frá Johanson

A4 Húsgögn

Grace og Garbo sækja innblástur frá hönnunartímum Art Deco og Bauhaus, sem veitir húsgögnunum sögulegan grunn í nútímalegri hönnun. Grace og Garbo leggur einnig áherslu á nýstárlega hönnun. Byrjandi á handteiknuðum skissum, færði Alexander Lervik sig yfir í að nota gervigreind í fyrsta skipti til að búa til þrívíddarlíkön byggð á hugmyndum hans. Módelin voru síðan fínpússuð til að ná fullkomnu jafnvægi milli forms og virkni.

Sketch frá Johanson

A4 Húsgögn

Sería sem var upphaflega framleidd til að marka formennsku Svíþjóðar í Evrópusambandinu árið 2023. Á þeim tíma var serían hluti af uppsetningu í Brussel sem gekk undir nafninu The Yellow Thread. Nú, eftir að hafa verið kynnt á Stockholm Design Week 2024, er línan tilbúinn fyrir markaðssetningu. Fyrir þessa nýju útgáfu, hefur verið gengið verulega lengra í þróun til að skapa sveigjanlegar einingasætalausnir fyrir almenning. Umbætur hafa verið gerar hvað varðar þægindi, stærðir og íhluti sem notaðir eru til að tengja saman einstakar einingar til að mynda hægindastóla, sófa og bekki.