Húsgögn

Hjálpræðisherinn

Húsgögn

Nýlegar höfuðstöðvar Hjálræðishersins á Íslandi hafa vakið athygli fyrir eftirtektarvert útlit. Þar er yfirstjórn samtakanna staðsett auk þess sem þar fer fram fjölbreytt starfsemi eins og samkomur, ýmiss konar velferðarþjónusta og veitingarekstur.

Biskupsstofa

Húsgögn

Nýjar höfuðstöðvar Biskupsstofu við Katrínartún taka svo sannarlega tillit til þarfa starfsfólks varðandi næðismiðaðar starfsstöðvar og hlýleika. Húsgögn frá A4 leika þar stórt hlutverk og skapa fallega umgjörð.

Háskólinn í Reykjavík

Kennararými Háskólans í Reykjavík er glæsilegt, margnota rými þar sem starfsfólk á stund milli stríða í erli dagsins. Þar eru einnig haldnir fundir, fyrirlestrar og aðrar samkomur. Einstakur arkitektúr hússins fær að njóta sín og sérstök áhersla var lögð á þægindi og einfaldleika húsgagnanna. Húsgögnin koma frá EFG og heildarsvipur rýmisins er tryggður með því að velja samskonar áklæði á húsgögn úr mismunandi línum. Allir fætur voru sprautaðir svartir og öll bólstruð húsgögn voru klædd með Canvas áklæði frá Kvadrat í tveimur gráum litum. Útkoman er bæði falleg og praktísk.

A4 aðili að rammasamningi ríkisins

Húsgögn

Nýlega tók gildi nýr rammasamningur ríkisins varðandi húsgagnakaup.  Við erum ákaflega stolt af því að samningar skyldu nást þar sem uppfylla þurfti afar ströng skilyrði og er það mikil viðurkenning á því hversu vandaðar vörur og breitt úrval við höfum upp á að bjóða.

Gratnells

Vörukynning

Gratnells er einn fremsti framleiðandinn þegar kemur að því að framleiða vandaðar hirslur og skápa fyrir skólaumhverfið. Hægt er að fá læstar hirslur, opnar hirslur og ýmsar fleiri útfærslur í alls konar litum og stærðum. Við aðstoðum þig með ánægju við að velja úr úrvali okkar til að finna lausnina sem hentar best.

Skólahúsgögn

Bæklingur

Við hjá A4 vitum hve nauðsynlegt það er að öllum líði vel yfir vinnu- og skóladaginn svo andrúmsloftið sé gott og skapandi. Hjá okkur starfar hópur fólks sem hefur mikla þekkingu á þessu sviði og er tilbúið að aðstoða þig við valið, teikna upp og finna lausnir sem henta þínum þörfum til að gera skólann að fullkomnum samastað fyrir nemendur og starfsfólk.

Link hægindastóllinn frá Stolab

Húsgögn

Link hægindastóllinn Stolab. Innblásinn af Skandinavískri hönnun 5.áratugarins, kom Link stóllinn á markað árið 2019. Stóllinn bæði heiðrar gamalt handverk og kunnáttu gömlu meistaranna um leið og hann kemur með ferskan blæ í formi einfaldleika með áherslu á smáatriði. Link er stóll sem hefur allt að bera til að verða klassík í komandi framtíð. Hönnun Dan Ihreborn

Næðisklefar Frá Abstracta

Húsgögn

Einstaklega vandaðir næðisklefar frá Abstracta. Plenty Pod klefarnir eru frábær lausn fyrir til dæmis persónuleg símtöl, örfundi, langa fundi, hvíld frá amstri dagsins.

Eromesmarko - A4 Húsgögn

Gæðaskólahúsgögn

Hönnun Eromesmarko er kraftmikil og vönduð enda býr fyrirtækið yfir meira en 100 ára reynslu í innanhússhönnun og hönnun húsgagna fyrir skólaumhverfi. Gildi þeirra - ending, gæði og nýsköpun - endurspeglast í öllum vörum þeirra og stöðugt er verið að horfa til framtíðarinnar: Hvernig hægt er að styðja og hvetja til nýsköpunar í menntamálum með nýrri innsýn og hönnun.

Foureating Frá Ocee & Four Design

Húsgögn

FourEating frá Ocee & Four Design er með samanfellanlegum fótum sem auðveldar frágang. Hægt er að fá vagn undir borðin sem ber tíu borð. Borðið er hannuð fyrir matsali og mötuneyti en sómir sér vel hvar sem er.