Biskupsstofa 

Biskupsstofa 

Við hönnun á höfuðstöðvum Biskupsstofu í Katrínartúni í Reykjavík voru þarfir starfsfólks varðandi næðismiðaðar starfsstöðvar og hlýleika hafðar að leiðarljósi. Húsgögn frá A4 leika þar stórt hlutverk og skapa fallega umgjörð. Sesselja Thorberg hjá Fröken Fix Hönnunarstudio hannaði rýmið og lagði mikla áherslu á hlýlegt og heimilislegt andrúmsloft þar sem starfsfólk og gestir fengju strax á tilfinninguna að þeim væri tekið opnum örmum. Lítil fundarrými og svæði þar sem starfsfólk getur skipt um umhverfi spila líka stórt hlutverk.

Sesselja ber samstarfinu við A4 vel söguna og segir ýmsar sérlausnir hafa verið útbúnar í góðu samstarfi allra aðila sem að málinu koma. Það er sérstaklega skemmtilegt að skoða notkun táknfræðinnar í hönnunarverkefninu en um það segir Sesselja: „Táknfræðin fékk að vera áberandi í þessu verkefni enda tilefni til. Ég notaðist við kirkjulitina í árinu sem skipt er eftir deildum og svæðum. Þríhyrningarnir í öllum filmum á gleri sem teygja sig svo niður í teppin í öllum fundarrýmum eru vísun í hina heilögu þrenningu og útskornu krossarnir sem eru í fljótandi milliveggjum eru augljós tilvísun í kirkjuna. Svo langaði mig einnig að bæta smávegis húmor inn í þetta allt saman og því fengu allir starfsmenn sinn eigin geislabaug fyrir ofan starfsstöðvar sínar.“

Surround frá EFG

Surround frá EFG

Surround-básarnir frá EFG eru ekki bara augnakonfekt, heldur eru þeir einnig mjög hagnýtir og hin fullkomna vin í erli dagsins á líflegum vinnustað. Þar er hægt að tylla sér niður, taka stutt símtal, fá frábærar hugmyndir eða bara hugleiða lífið og tilveruna.

Þeir henta til dæmis einstaklega vel í opin rými þar sem hægt er að svara símtölum eða taka viðtöl í næði. Þá er hægt að nýta þá til að skipta opnum rýmum upp í minni einingar án nokkurrar fyrirhafnar

Glæsilegur FourMe-stóllinn frá Ocee & Four Design setur svo punktinn yfir i-ið við skrifborðið.

Sest niður í amstri dagsins

Sest niður í amstri dagsins

Það er nauðsynlegt að geta litið upp frá tölvuskjánum af og til og setjast niður með vinnufélögunum til að fara yfir málin í rólegheitunum.

Þegar kom að því að innrétta þægilega aðstöðu fyrir starfsfólk Biskusstofu þar sem hægt væri að setjast niður í dagsins amstri urðu Mingle-sófarnir frá EFG fyrir valinu, enda skapa þeir góða aðstöðu fyrir slíkar endurnærandi stundir.

Speed Table-borðið frá Johanson smellpassar svo þarna með.

Fegurð og bætt hljóðvist

Fegurð og bætt hljóðvist

Combo Cross eru fljótandi milliveggir frá Abstracta og gegna lykilhlutverki þegar kemur að hljóðvist og næði fyrir starfsfólk. Hér setja þeir einstakan svip á rýmið með útskornum krossunum.

Milliveggina er hægt að fá í ýmsum útfærslum eins og sjá má á þessari mynd þar sem þeir eru í litaþema verkefnisins.

Læsanlegur, smart turnskápur

Læsanlegur, smart turnskápur

Með góðum skáp er auðveldara að halda öllu til haga á vísum stað og halda skrifborðinu hreinu og huggulegu.

EFG Hold-turnskáparnir eru frábærir undir möppur, mikilvæg skjöl og ýmsa smáhluti. Skáparnir eru rúmgóðir, fallega hannaðir og setja fallegan svip á umhverfið auk þess sem hægt er að læsa þeim sem veitir mikið öryggi í opnu rými.

Hillurnar eru dregnar út með einu handtaki og skipulagið inni í skápnum er hægt að aðlaga að þörfum hvers og eins, til dæmis með því að bæta við skúffum.

Stílhrein og hagnýt hönnun

Stílhrein og hagnýt hönnun

Þegar útlit, notagildi og nýting á plássi skiptir máli koma fellanlegu margnota borðin frá Cube Design, Flap, sterk inn.

Hvort sem tilefnið er stór fundur, ráðstefna eða kennsla, tryggja sveigjanlegir notkunarmöguleikar borðanna að uppstillingin verður eins og best verður á kosið. Að auki taka þau lítið pláss í geymslu, eru auðveld í þrifum og stílhrein.

Borðin eru á hjólum svo það er einfalt að færa þau á milli staða ef þörf er á og koma þeim fyrir í geymslu þegar þau eru ekki í notkun. Hægt er að læsa hjólunum.