Eromesmarko

Eromesmarko

Hönnun Eromesmarko er kraftmikil og vönduð enda býr fyrirtækið yfir meira en 100 ára reynslu í innanhússhönnun og hönnun húsgagna fyrir skólaumhverfi. Gildi þeirra - ending, gæði og nýsköpun - endurspeglast í öllum vörum þeirra og stöðugt er verið að horfa til framtíðarinnar: Hvernig hægt er að styðja og hvetja til nýsköpunar í menntamálum með nýrri innsýn og hönnun.

Sjálfbært val

Sjálfbært val

Eromesmarko tekur samfélagslega ábyrgð sína alvarlega þegar kemur að hönnun og framleiðslu og leggur sitt af mörkum í umhverfisvernd. Fyrirtækið hefur til margra ára lagt mikla áherslu á örvun hringrásarhagkerfisins og að nota vandað hráefni.

Húsgögn fyrir leik- & grunnskóla

Húsgögn fyrir leik- & grunnskóla

Á yngsta skólastigi er sífellt meiri áhersla lögð á að börnin læri með því að gera hluti sjálf og prófa sig áfram. Sveigjanlegt námsumhverfi örvar skapandi, skilvirkt og samstarfshæft nám og getur verið mikilvægt framlag í því að bæta kennslu- og námshætti í skólum. Til þess þarf öflugt vinnu- og námsumhverfi með sveigjanlegum hönnunarþáttum sem geta boðið upp á fjölbreytt vinnubrögð með lítilli fyrirhöfn og á skjótan hátt.

Húsgögn fyrir eldri nemendur

Húsgögn fyrir eldri nemendur

Hjá eldri nemendum grunnskóla er hefðbundið kennsluform í kennslustofu í auknum mæli bætt við annars konar nám og þroska og kennt bæði sjálfstætt eða í hópum og með könnunar- og verkefnamiðuðu námi. Eromesmarko skilur sértæka og breytta sýn og nálgun skóla og getur hjálpað til við að aðlaga húsnæði og hönnun að þessu. Fyrirtækið horfir fram á veginn og þróar stöðugt skapandi og nýstárlegar innréttingarhugmyndir til að sjá fyrir þessa breyttu og margþættu eftirspurn.

Húsgögn fyrir framhalds- og háskóla

Húsgögn fyrir framhalds- og háskóla

Á efsta stigi er námið orðið enn fjölbreyttara en fyrr með blöndu af ýmsum kennsluaðferðum; fyrirlestrum, sjálfstæðum verkefnum, hópverkefnum og svo framvegis með tilheyrandi samvinnu, verkefnamiðaðri vinnu og hléa inn á milli. Nemendur þurfa fjölbreytt rými til að tryggja að þetta allt gangi sem best og því þurfa rýmin í skólanum að vera sveigjanleg, með réttu andrúmslofti og eiginleikunum sem henta notkun þeirra.

Hafðu samband ef þú vilt frekari upplýsingar