Fjárfestu í vellíðan - Steelcase Gesture

Fjárfestu í vellíðan - Steelcase Gesture

Gesture er hannaður fyrir nútímavinnuumhverfi með hreyfingu í huga, ekki kyrrstöðu. Stóllinn lagar sig að líkamanum og hreyfingum þess sem í stólnum situr og veitir stuðning, hvort sem þú hallar þér fram eða aftur eða situr í miðju.

Áður en hafist var handa við hönnun stólsins lagðist Steelcase í mikla rannsóknarvinnu til að hanna stól sem myndi henta öllum og útkoman er vægast sagt ótrúleg.

Rannsóknin sýndi fram á að kröfur nútímavinnuumhverfis eru mikið breyttar frá því sem var, enda hefur tækninni fleygt fram og tækin sem við notum við vinnu okkar bæði breytt og fleiri en þau voru. Það kallar á nýjar líkamsstöður við vinnuna, sem enginn stólaframleiðandi hafði horft til fyrr en Gesture kom til sögunnar.

Gesture er fjárfesting í vellíðan.

Hreyfing sem tekið er eftir

Hreyfing sem tekið er eftir

Gesture er hannaður fyrir hreyfingu og allar þær leiðir sem tæknin mótar líkamsstöðu þína. Stóllinn styður stærsta úrval stellinga og notenda svo hægt er að sitja á honum allan daginn án þess að finnast maður hafa setið klukkutímum saman.

Þegar þú vinnur með mismunandi tæknibúnað á sama tíma, t.d. tölvuskjá, spjaldtölvu og pappíra, sér Gesture til þess að þú haldir réttri líkamsstöðu og það er auðvelt að stilla stólarmana, hvort sem þú vilt hækka þá eða lækka eða færa þá nær líkama þínum.

Gesture styður líkamsstöðuna á þrjá vegu:
Með stuðningi við bakið
Með sætinu
Með örmunum

Stóllinn er margverðlaunaður og var til dæmis valinn besti skrifstofustóll í heimi
árið 2020.

Handvirkur stillingarbúnaður

Handvirkur stillingarbúnaður

Öll erum við einstök og þarfir okkar ólíkar. Það á einnig við um líkamsstöðu okkar og hvernig við sitjum.

Við hönnun Gesture var mikil áhersla lögð á að stóllinn myndi henta öllum einstaklingum. Til dæmis er breiddin á milli stólarmanna sú mesta sem býðst þegar kemur að skrifstofustólum og það er auðvelt að stilla hana eins og hentar hverjum og einum best. Stóllinn þolir allt að 180 kíló.

Einfalt er að stilla stólinn eftir því hvað hentar hverjum og einum. Á hægri hlið hans er stillingarbúnaðurinn; tveir stillingarhnappar sem auðvelt er að ná til og þú finnur strax hvort viðkomandi stilling henti þér.

Fremri hnappurinn stjórnar sætishæð og -dýpt á meðan sá aftari stjórnar spennunni og því hvar þú vilt stoppa hallann.

Þú situr betur

Þú vinnur betur

Þú gerir betur

Þú situr betur

Þú vinnur betur

Þú gerir betur

Til að öðlast sem bestan skilning á því hvernig mannslíkaminn virkar þegar verið er að vinna lét Steelcase framkvæma rannsókn í sex heimsálfum, með rúmlega tvö þúsund þátttakendum, sem eðli málsins samkvæmt voru eins ólíkir og þeir voru margir.

Ný tækni á borð við snjallsíma og spjaldtölvur kallar á nýjar hreyfingar og líkamsstöður sem hefur ekki verið tekið tillit til við hönnun á skrifborðsstólum hingað til sem hafa verið hannaðir með hefðbundna setu og vinnu við skrifborð í huga. Með nútímatækni hefur þetta breyst og líkamsstaðan orðin orðin og jafnvel gjörbreytt svo stór hluti líkamans fær lítinn sem engan stuðning við vinnuna.

Rannsóknin sýndi fram á að ný tækni í bland við nýtt atferli leiddi af sér níu nýjar stellingar til viðbótar þeim sem þegar voru þekktar - án þess að brugðist hefði verið við þeim við hönnun og þróun sætalausna og skrifborðsstóla fram að því. Viðmiðið hafði áður verið 21 möguleg vinnustelling en nú voru þær orðnar þrjátíu.

CarbonNeutral® vottun í í boði

CarbonNeutral® vottun í í boði

Gesture er nú fáanlegur með CarbonNeutral® vöruvottunarmöguleika sem er viðurkennd staðfesting á því að vara, þjónusta, fyrirtæki eða verkefni hafi náð að verða kolefnishlutlaus. Þannig hefur kolefnislosunin sem tengist framleiðslu eða rekstri verið mæld, dregið eins mikið úr henni og hægt er og sú sem eftir stendur er jöfnuð með kolefnisjöfnun.

Með kaupum á hverjum Gesture-stól jafngildir kolefnislosunin sem Steelcase jafnar 821 kílómetra sem bensínknúinn meðalbíll ekur samkvæmt upplýsingum frá EPA Greenhouse Gas Equivalance Calculator.

Sjálfbærni og umhverfisvernd

Sjálfbærni og umhverfisvernd

Steelcase leggur áherslu á að vinna að betri framtíð fyrir jörðina með því að hanna og framleiða vörur með virðingu fyrir náttúrunni á sama tíma og það hjálpar til við að endurheimta auðlindir hennar. Það gerir fyrirtækið með því að:

Minnka kolefnisspor sitt
Hanna fyrir hringrás
Velja og nota efni á ábyrgan hátt

Gesture er með staðfesta EPD-yfirlýsingu (e. Environmental Product Declaration) frá þriðja aðila, um fullkomið gagnsæi umhverfisáhrifa á vistfræðilegt umhverfi. Þá hefur stóllinn hlotið BIFMA LEVEL® 3 vottun og vottun á loftgæðum innandyra frá Scientific Cetrification Systems Indoor Advantage™ Gold.

Viðgerðarþjónusta okkar

Viðgerðarþjónusta okkar

Okkur hjá A4 er annt um umhverfið og við bjóðum upp á viðgerðarþjónustu fyrir allar þær tegundir af stólum sem við seljum. Með því að gera við stól, í stað þess að henda honum, framlengir þú bæði líftíma stólsins og minnkar sóun.

Viðgerðarþjónustan okkar er staðsett á Köllunarklettsvegi 10 í Reykjavík
og er opin alla virka daga frá klukkan 08:00-16:00.

Gesture-stólinn, ásamt öðrum stólum frá Steelcase, EFG og Savo, getur þú prófað hjá okkur í sýningarsal húsgagna í Skeifunni 17. Opið er alla virka daga
frá klukkan 09:00-17:00.

Image of product image 0
388.490 kr
  • Vefur
  • Verslanir
Image of product image 0
334.990 kr
  • Vefur
  • Verslanir
Image of product image 0
299.990 kr
  • Vefur
  • Verslanir