Háskólinn í Reykjavík

Háskólinn í Reykjavík

Í glæsilegu kennararými Háskólans í Reykjavík getur starfsfólk notið hvíldar í erli dagsins en einnig eru þar haldnir fundir, fyrirlestrar og aðrar samkomur. Einstakur arkitektúr hússins fær að njóta sín og við hönnun þess var sérstök áhersla lögð á þægindi og einfaldleika húsgagnanna.

Húsgögnin koma frá EFG og heildarsvipur rýmisins er tryggður með því að velja sams konar áklæði á húsgögn úr mismunandi línum. Allir fætur voru sprautaðir svartir og öll bólstruð húsgögn voru klædd með Canvas-áklæði frá Kvadrat í tveimur gráum litum. Útkoman er bæði falleg og praktísk.

Archie frá EFG

Archie frá EFG

Archie-stóllinn er til í ýmsum útgáfum en í þessu verkefni var ákveðið að bólstra skelina að fullu. Bakið nýtur sín þannig einstaklega vel þar sem saumurinn að aftan dregur fram bogadregið útlit þess.

Stóllinn er fullkominn í þetta rými og sveigjanlegt bakið gerir það að verkum að þægilegt er að sitja á stólnum, til skemmri eða lengri tíma.

Fyrsta flokks vinnuaðstaða er metnaðarmál hjá HR og mikil áhersla lögð á að skapa rými þar sem fólki líður vel. Create-línan frá EFG hentar mjög vel í því samhengi.

Armalausir bekkir á móti stökum stólum við borðin skapa skemmtilegt jafnvægi og setustofurnar í endunum, með sófum og stólum með arma, eru fullkomnar fyrir slökun í amstri dagsins.

Verkefnavinna í góðu næði

Verkefnavinna í góðu næði

Að vinna verkefni í hópum er stór partur af háskólanámi og þá er bæði gott og nauðsynlegt að geta leitað í rými sem eru aðgengileg en veita á sama tíma næði. Þar koma FourUs-sófarnir sterkir inn.

Sófarnir eru þægilegir en auk þess er auðvelt að þrífa þá og þeir henta því frábærlega í opin rými eða þar sem umgangur er mikill.

Slíkar hópavinnustöðvar hafa verið settar upp víða á göngum HR og eru mögulega best nýttu rýmin í húsinu.