Sitjið betur - Vinnið betur - Gerið betur

Sitjið betur - Vinnið betur - Gerið betur

Steelcase var stofnað árið 1912 í Michigan í Bandaríkjunum og hét upphaflega
The Metal Office Furniture Company.

Til að byrja með framleiddi fyrirtækið ruslafötur úr stáli sem markaði tímamót í eldvörnum því fram að því höfðu ruslafötur verið framleiddar úr kvistum sem fléttaðir voru saman. Árið 1919 byrjaði fyrirtækið svo að framleiða skrifstofuhúsgögn sem í dag eru seld um allan heim.

Nafni fyrirtækisins var breytt í Steelcase árið 1954 og þótti nýja nafnið betur til þess fallið en það gamla að endurspegla vöruúrvalið og áhersluna sem lögð var á að framleiða vörur úr stáli.

Fyrirtækið hefur ávallt einbeitt sér að nýsköpun í hönnun og lausnum fyrir vinnuumhverfi. Steelcase var til dæmis fyrst til að bjóða innbyggðan síma- og skrifstofutæknibúnað í skrifborð. Það byrjaði líka snemma að leggja áherslu á rannsóknir til að hanna vörur sem miðuðu að vellíðan og betri líkamsbeitingu.

Umhverfisvæn framleiðsla

Umhverfisvæn framleiðsla

Steelcase leggur áherslu á sjálfbærni og notar umhverfisvæn efni við framleiðsluna og býður upp á endurvinnanlegar lausnir í vöruúrvali sínu. T.a.m. eru margir skrifborðsstólar og -borð sem fyrirtækið framleiðir úr allt að 90% endurvinnanlegum efnum. Það vinnur einnig að því að ná kolefnishlutleysi í framleiðslunni.

Fyrirtækið framleiðir m.a. hágæðaskrifstofustóla sem fáanlegir eru með CarbonNeutral® vöruvottunarmöguleika. Vottunin er viðurkennd staðfesting á því að vara, þjónusta, fyrirtæki eða verkefni hafi náð að verða kolefnishlutlaus. Þannig hefur kolefnislosunin sem tengist framleiðslu eða rekstri verið mæld, dregið eins mikið úr henni og hægt er og sú sem eftir stendur er jöfnuð með kolefnisjöfnun.

Steelcase leggur líka mikið upp úr nútímalegri, fallegri og tímalausri hönnun sem auðvelt er að aðlaga breyttum þörfum.

Áhersla lögð á mismunandi þarfir

Áhersla lögð á mismunandi þarfir

Mörg eyðum við um 75.000 klukkustundum af ævi okkar í að sitja á skrifstofunni. Það er því mikilvægt að stóllinn sem setið er á sé vandaður og veiti líkamanum góðan stuðning þegar hann hreyfist, stuðli að hreyfingu og sé þægilegur þegar setið er lengi við vinnu. Auk þess þurfa skrifborðsstólar að koma til móts við ólíkar þarfir og mismunandi líkamsbyggingu fólks.

Steelcase byggir hönnun sína og framleiðslu skrifborðsstóla á rannsóknum sem fyrirtækið lætur framkvæma til að öðlast skilning á líkamsstöðu og hreyfingum notenda. Hryggurinn hreyfist ekki sem ein heild heldur hreyfist efra og neðra svæði hans hvort í sínu lagi, þ.e. sjálfstætt. Þegar efsti hluti hryggjarins hallar aftur, kemur fetta á neðsta hluta hans fram á við.

Við hreyfum okkur öll á ólíkan hátt og rétt eins og fingrafar er hreyfing hryggjarins einstaklingsbundin og breytist reglulega eftir því hver líkamsstaðan er. Efra bak og neðra bak krefjast ólíks stuðnings á allan hátt og það hefur Steelcase að leiðarljósi við hönnun skrifborðsstóla.

Rannsókn sem sýndi fram á að nýrri tækni fylgja nýjar líkamsstöður

Rannsókn sem sýndi fram á að nýrri tækni fylgja nýjar líkamsstöður

Til að öðlast sem bestan skilning á því hvernig mannslíkaminn virkar þegar verið er að vinna lét Steelcase framkvæma rannsókn í sex heimsálfum, með rúmlega tvö þúsund þátttakendum, sem eðli málsins samkvæmt voru eins ólíkir og þeir voru margir.

Ný tækni á borð við snjallsíma og spjaldtölvur kallar á nýjar hreyfingar og líkamsstöður sem hefur ekki verið tekið tillit til við hönnun á skrifborðsstólum hingað til sem hafa verið hannaðir með hefðbundna setu og vinnu við skrifborð í huga. Með nútímatækni hefur þetta breyst og líkamsstaðan orðin orðin og jafnvel gjörbreytt svo stór hluti líkamans fær lítinn sem engan stuðning við vinnuna.

Rannsóknin sýndi fram á að ný tækni í bland við nýtt atferli leiddi af sér níu nýjar stellingar til viðbótar þeim sem þegar voru þekktar - án þess að brugðist hefði verið við þeim við hönnun og þróun sætalausna og skrifborðsstóla fram að því. Viðmiðið hafði áður verið 21 möguleg vinnustelling en nú voru þær orðnar þrjátíu.

Viðgerðarþjónusta A4

Viðgerðarþjónusta A4

Okkur hjá A4 er annt um umhverfið og við bjóðum upp á viðgerðarþjónustu fyrir allar þær tegundir af stólum sem við seljum. Með því að gera við stól, í stað þess að henda honum, framlengir þú bæði líftíma stólsins og minnkar sóun.

Viðgerðarþjónustan okkar er staðsett á Köllunarklettsvegi 10 í Reykjavík
og er opin alla virka daga frá klukkan 08:00-16:00.