Það var árið 1907 þegar Johan Carlsson and Oscar André að Stolab var stofnað og byrjað var að framleiða stóla úr birki, sem óx í skógum í kringum verksmiðjuna, sem var staðsett í Smålandsstenar í Svíþjóð. Stolab framleiðir enn, á sama stað, hágæða húsgögn úr gegnheilum við sem kemur úr skógum þar í kring og leggur mikla áherslu á sjálfbærni og vandaða og tímalausa hönnun og framleiðslu.
Hægindastóllinn Link frá Stolab kom á markað árið 2019 en er rækilega innblásinn af skandinavískri hönnun 5.áratugarins. Stóllinn, sem er hannaður af Dan Ihreborn, heiðrar gamalt handverk og kunnáttu gömlu meistaranna um leið og hann kemur með ferskan blæ í formi einfaldleika með áherslu á smáatriði. Link er stóll sem hefur allt að bera til að verða klassík í náinni framtíð.
Arka Loungechair frá Stolab var hannaður árið 1955 af Yngve Ekström. Nafnið Arka er skírskotun í bogalínur hinna fjölmörgu fornu sigurboga sem er að finna í Róm og hvíla einmitt á tignarlegum súlum sem endurspeglast í hönnun stólsins. Stóllinn Arka hefur öðlast marga fylgjendur í áranna rás og er löngu orðinn eftirsótt hönnunarklassík innan skandinavíska hönnunarstílsins.
Tureen borðið frá Stolab er hannað af Jonas Lindvall og hentar fullkomlega sem hliðarborð eða kaffiborð. Borðið er glæsilegt eitt og sér en nýtur sín jafnvel enn betur þegar misstór borð eru pöruð saman því það er fáanlegt í ýmsum stærðum. Tureen er fáanlegt með borðplötu úr eik eða marmara og fæturnir eru gegnheil eik.