Umhverfisvæn húsgögn frá Vepa

Hemp stólarnir

Vepa ​eru með fyrstu framleiðendum í heimi að hanna safn stóla sem eru búnir til að fullu úr lífrænu efni. Við hönnun skeljarinnar er notast er við hamp sem framleiddur er í Hollandi og trjákvoða, sem eru plönturæktuð og endurvinnanleg. Þetta er eitthvað sem ekki hefur verið gert áður. Það sem gerir þennan stól einstakan er að hægt er að rífa skelina niður og breyta aftur í stól án þess að bæta við öðrum efnum, aftur og aftur. Þó að stóllin sé framleiddur að öllu leyti úr lífrænu og niðurbrjótanlegu efni, þá viljum við helst ekki brjóta stólana niður. Það er sóun og óþarfi.

Hægt er að skoða og prófa Hemp stólana í sýningarsal húsgagna í Skeifunni 17

Í myndbandinu er útskýrt hvernig þessir fallegu stólar verða til.Við vinnslu á hampi fellur til afgangstrefjar, sem eru notaður til að búa til sætiskel stólsins. Kostir hampsins eru að hann vex án tilbúins áburðar eða eiturefna, þarfnast varla vatns og er ræktaður í Hollandi. Að auki er hampur ofursterkur og gleypir CO2. Afleiðingin er neikvætt CO2 fótspor fyrir framleiðslu stólsins. Þannig að meira CO2 frásogast en losað er. Það er stundum gott að vera neikvæður!

Wybelt kollurinn- 100% endurunnið efni

Wybelt er fallegur kollur með enn fallegri sögu. Wybelt er unninn að fullu úr efni sem annars færi til spillis. Það þýðir að hann er 100% unnin úr efni sem er endurnýtt eða efni sem væri annars sóað eða hent. Staðlaða útgáfan er gerð úr 100% endurunnu PP (plasti). Hægt er að endurvinna sætisþáttinn óendanlega án þess að gæði tapist. Kollinn er hægt að nota á tvo vegu og geta allir sem setjast á Wybelt ákveðið hvort þeir vilji sveiflast eða ekki. Hægt er að skoða og prófa Wybelt í sýningarsal húsgagna í Skeifunni 17

Plastic Whale

Plastic Whale er húsgagnalína sem er búin til úr endurnýttu plasti sem er veitt upp og hreinsað úr síkjum Amsterdam. Rusl og úrgangur (sem er 80% úr plasti) er stærsta ógn við lífríki sjávar og kom upp hugmynd um að hanna húsgögn sem minna á hval. Horfðu myndband frá hugmyndarvinnu og framleiðslu á Plastic Whale hér: sjá myndband