BOB Job einingasófi í óteljandi útfærslum

BLABOBJOB

BOB Job sófinn er samsettur á þann hátt sem hentar þínu umhverfi á sem bestan máta.
BOB Job er hannaður af sænska hönnunarteyminu Stefan Borselius og Thomas Bernstrand í samvinnu við Johan Lindau, eiganda Blå Station.

Vinnan þarf ekki eingöngu að vera bundin við skrifborðið. Fundir þurfa ekki endilega sérstakt herbergi.
BOB Job er fullkomin lausn fyrir frjálslegt og frjótt vinnuumhverfi; sófakerfi sem getur verið samsett á allan hugsanlega máta til að mæta þínum þörfum.

Bættu við borðum, blaðahillum, ljósum og skilrúmum og búðu þannig til umhverfi fyrir vinnuspjall eða fundi með viðskiptavinum.
Útkoman verður fallegt húsgagn sem hentar þinni starfsemi hvort sem um skrifstofuna, biðsvæðið eða opin almenningsrými er að ræða.

Framleiðandi: Blå Station AB

Hafðu samband við sölufulltrúa okkar, kíktu í heimsókn í sýningarrými húsgagna að Skeifunni 17 og fáðu nánari upplýsingar eða sendu okkur póst á husgogn@a4.is og við svörum um hæl.