Jólakrans í glugga eða á hurð

Jólakrans í glugga eða á hurð

Að föndra jólakransa hefur á mörgum heimilum lengi verið ómissandi jólahefð , enda má segja að þeir séu hálfgert tákn jólanna og ávallt fallegir. Kransar hafa líka verið vinsælir til að hengja upp í glugga og á hurðir þar sem þeir tákna gestrisni heimilisfólks og að gestir séu velkomnir þegar þá ber að garði.

Við útbjuggum þrjár gerðir jólakransa sem gaman og auðvelt er að gera og hafa sem skraut. Aðferðin er alltaf sú sama en útkoman misjöfn eftir því hvaða skreytingarefni er notað. Hér má líka leyfa sköpunargleðinni að njóta sín og bæta við og breyta eins og hver vill.

Það sem þarf er:

Það sem þarf er:



Hringur úr málmi, 30 cm, eða hringur fyrir óróa, 45 cm

Garn til að vefja utan um hringinn

Skrautlengja eða LED ljósasería

Borði

Greniskraut ef vill

Trékúlur ef vill

Aðferð:

Aðferð:

1. Vefjið garni utan um hringinn.

2. Vefjið svo skrautlengju eða/og LED ljósaseríu utan um hringinn.

3 Búið til slaufu með borða og festið á kransinn, einnig má skreyta með greniskrauti eða öðru.

3. Búið til upphengju úr borða, snúru eða bandi og festið á hringinn.

4. ATH. Ef þræða á trékúlur á hringinn þarf fyrst að opna hann með því að klippa á hann með vírklippum. Málið kúlurnar í litatónum eftir smekk og látið þær þorna áður en þær eru þræddar upp á hringinn. Límið þær fastar með límbyssu.