FRÉTTAVEITA

Ánægðustu viðskiptavinir 2024

Íslenska ánægjuvogin

Það er okkur heiður og ánægja að segja frá því að við hlutum Gyllta merki Íslensku ánægjuvogarinnar í flokki ritfangaverslana, sem þýðir að við getum með sanni sagt að við eigum ánægðustu viðskiptavinina!

Series 1 - skrifborðsstóll eða hár vinnustóll

Húsgögn

Series 1 frá Steelcase er bæði hægt að fá sem hefðbundinn skrifborðsstól og sem háan vinnustól, sem. Stólarnir eru hannaðir út frá vinnuvistfræðilegu sjónarmiði með það að markmiði að bjóða upp á þægindi og sveigjanleika á sama tíma og þeir eru vandaðir og endingargóðir.

Steelcase Please

Húsgögn

Steelcase Please er hannaður fyrir mismunandi þarfir og veitir góðan stuðning við bæði efri og neðri svæði hryggjarins samtímis. Stóllinn hefur lengi verið einn sá vinsælasti í Evrópu, og skyldi engan undra sem hefur prófað hann.

Steelcase Karman stóll

Húsgögn

Hallaðu þér aftur í stólnum og láttu eðlisfræðina vinna vinnuna sína. Með einstæðu netabaki og -sæti ásamt ótrúlega mjúkum ramma, gengur Steelcase Karman lengra en flestir aðrir stólar og veitir áreynslulaus þægindi og vinnuvistvænan stuðning. Stóllinn er aðeins 13 kíló að þyngd sem gerir hann að einum þeim léttasta sem í boði er.

Gesture - hannaður fyrir nútímavinnuumhverfi

Húsgögn

Gesture er hannaður fyrir nútímavinnuumhverfi með hreyfingu í huga, ekki kyrrstöðu. Stóllinn lagar sig að líkamanum og hreyfingum þess sem í stólnum situr og veitir stuðning, hvort sem þú hallar þér fram eða aftur eða situr í miðju. Áður en hafist var handa við hönnun stólsins lagðist Steelcase í mikla rannsóknarvinnu til að hanna stól sem myndi henta öllum og útkoman er vægast sagt ótrúleg.

OWA

Umhverfisvæn dufthylki

Sérstaða OWA er að vera með endurvinnanleg dufthylki sem minnka umhverfisspor fyrirtækja en auk þess að vera umhverfisvæn eru dufthylkin almennt 30% ódýrari en önnur hylki á markaðinum. Eftir notkun er hægt að skila hylkjunum í verslanir okkar um allt land og við sjáum til þess að þau fari í rétta hringrás hjá OWA. Framtíðarsýn okkar er að starfsmaður frá okkur nálgist hylkin til fyrirtækja og þannig minnki umhverfisspor fyrirtækja á Íslandi.

Fallegir jólakransar

Jólaföndur

Við útbjuggum þrjár gerðir jólakransa sem gaman og auðvelt er að gera og hafa sem skraut. Aðferðin er alltaf sú sama en útkoman misjöfn eftir því hvaða skreytingarefni er notað. Hér má líka leyfa sköpunargleðinni að njóta sín og bæta við og breyta eins og hver vill.

Mjúkar jólakúlur

Jólaföndur

Þessar mjúku jólakúlur er einfalt að föndra; þær eru fallegar á jólatréð og það er engin hætta á að þær brotni ef þær detta á gólfið sem getur hentað vel á líflegum heimilum.

Jólaskraut úr sjálfþornandi leir

Jólaföndur

DAS-leirinn frá ítalska fyrirtækinu Fila er vinsæll og margnota, sjálfþornandi leir, þekktur fyrir gæði og fjölbreytta notkunarmöguleika. Hér bjuggum við til jólaskraut til að hengja á jólatré eða -grein, en hægt er að leika sér með útfærslurnar eins og hver vill.

Nýtt og spennandi garn komið í verslanir okkar

Við höfum tekið inn tvær nýjar tegundir af garni frá Dale - STERK og PUS - sem eru frábærar viðbætur í handavinnuúrvalið okkar.