Funny Bunny - kanínur í kapphlaupi!

Funny Bunny er líflegt og skemmtilegt borðspil fyrir fjögurra ára og eldri þar sem kanínur eru í kapphlaupi. Sú kanína sem fyrst kemst upp á topp á hæðinni vinnur. Það þarf þó að fara varlega því stundum opnast jörðin og hreinlega gleypir kanínuna sem er þá úr leik.

Funny Bunny hefur notið mikilla vinsælda, enda er það bæði einfalt og stórskemmtilegt fjölskylduspil sem gaman er að spila saman og njóta samverunnar í leiðinni. Börnin fá líka tækifæri til að æfa fínhreyfingar og einbeitingu um leið og þau taka þátt í spennandi kapphlaupi kanínanna. Reglurnar eru einfaldar og óvæntar uppákomur gera spilið spennandi.

Um spilið:
Í hverri umferð skiptast leikmenn á að draga spil sem annaðhvort leyfir þeim að færa eina af kanínunum sínum áfram eða snúa gulrót sem er uppi á hæðinni og getur látið jörðina opnast. Það þarf að fara varlega því ef kanínan dettur ofan í slíka holu er hún úr leik og ef leikmaður missir allar fjórar kanínurnar sínar er hann úr leik. Sá leikmaður sem er fyrstur til að koma einni af kanínunum sínum upp á hæðina vinnur.

Fyrir 4ra ára og eldri
Fjöldi leikmanna: 2-4
Spilatími: 30 mínútur

Framleiðandi: Ravensburger



My First Funny Bunny - Gjugg í borg!

My First Funny Bunny er skemmtileg útgáfa af hinu gríðarvinsæla spili Funny Bunny, og er ætlað fyrir yngstu börnin. Spilið er bæði einfalt og stórskemmtilegt sem gaman er að spila saman og njóta samverunnar í leiðinni. Börnin fá líka tækifæri til að æfa fínhreyfingar og einbeitingu um leið og þau reyna að finna kanínu sem hefur falið sig.

Um spilið:
Hér er kanínan sett undir einn af þremur kössum og barnið reynir að finna hvar kanínan er að fela sig. Þegar réttum kassa er lyft, hlær kanínan og segir BÚ! Í kanínuna fara 2 AAA batterí (fylgja ekki með). Sagan af Lotti Karotti er sögð með krúttlegum myndum á kössunum.

Fyrir 18 mánaða og eldri
Fjöldi leikmanna: 1-3
Spilatími: 5-10 mínútur

Framleiðandi: Ravensburger