Skrifaðu - strokaðu út - endurtaktu

Skrifaðu - strokaðu út - endurtaktu

FriXion eru byltingarkenndir pennar með hitanæmu bleki sem hefur þann einstaka eiginleika að hægt er að stroka það út á mjög einfaldan hátt. Fyrst um sinn virðist blekið vera eins og hvert annað blek en þegar farið er yfir það með strokleðrinu á enda pennans hverfur blekið eins og dögg fyrir sólu, án þess að skemma pappírinn. FriXion pennarnir henta því frábærlega fyrir til dæmis námsfólkið og á skrifstofuna. Þú getur skrifað og strokað út eins oft og þörf er á og ef þú óvart þurrkar út eitthvað sem þú sérð eftir getur þú sett pappírinn í frysti um stund og þá birtist blekið aftur á pappírnum. Þar sem blekið er hitanæmt þarf að gæta þess að láta pappírinn sem búið er að skrifa á ekki standa í miklum hita eða sól því það getur orðið til þess að blekið hverfi. En þar getur frystirinn komið að góðum notum til að láta blekið birtast á ný. Hægt er að skipta um fyllingu í FriXion gelpennunum á einfaldan hátt sem gerir þá umhverfisvæna og dregur úr plastúrgangi, losar minna CO2 út í andrúmsloftið o.s.frv. en í því felst líka sparnaður að þurfa ekki sífellt að kaupa nýjan penna þótt blekið klárist.

PILOT - fjölbreytt úrval, nýsköpun og gæði

Í  meira en 100 ár hefur PILOT framleitt hágæðaritföng sem notuð eru um allan heim, bæði af einstaklingum og fyrirtækjum, og eru fyrir löngu orðin þekkt fyrir áreiðanleika, vandaða hönnun og frumleika. Frá stofnun PILOT árið 1918 hefur fyrirtækið smám saman vaxið og dafnað með áheslu á gæði, nýsköpun og sjálfbærni og er eitt stærsta og þekktasta fyrirtækið þegar kemur að ritföngum.

PILOT er leiðandi á sínu sviði og hefur lagt áherslu á nýsköpun, gæði, sjálfbærni og að búa til umhverfisvænar vörur, m.a. með því að framleiða vistvæna penna og eru PILOT Ecoball og PILOT B2P pennarnir þar á meðal. PILOT Ecoball pennarnir eru framleiddir úr 86% endurunnu efni, aðallega úr plastflöskum og þar á meðal plastúrgangi í sjó. Það er einstaklega þægilegt að skrifa með þessum gelpennum og oddurinn rennur þægilega yfir pappírinn. PILOT B2P eru unnir úr PET, endurunnum plastflöskum og plasti sem fjarlægt hefur verið úr sjó. Nafnið, B2P, vísar í „bottle to pen“, eða úr flösku yfir í penna. Hægt er að fá áfyllingu í suma þessara gelpenna en þannig er dregið enn frekar úr sóun og lengir líf pennans umtalsvert. Fyrirtækið framleiðir auk þess fjöldann allan af öðrum skrifstofuvörum.

NARUTO - glæný útgáfa

NARUTO - glæný útgáfa

Nú er komin glæný og flott útgáfa af FriXion pennunum þar sem NARUTO SHIPPUDEN er í aðalhlutverki með þremur söguhetjum. Hvort sem þú ert aðdáandi Naruto, Sasuke eða Kakashi ættirðu ekki að láta þessa einstöku útgáfu framhjá þér fara.