Þetta er EKKI hattur!

Þetta er EKKI hattur!

That´s Not a Hat er einfalt en ótrúlega skemmtilegt minnis- og blekkingarspil sem gengur út að reyna að muna eftir því hvaða gjafir búið er að gefa og reyna að blekkja hina leikmennina þegar hægt er. Enginn getur gengið út frá því að standa uppi sem sigurvegari en eitt er víst; það verður mikið hlegið!

Um spilið:
Leikmenn láta spil eða myndir sem tákna gjafir ganga sín á milli og þurfa að leggja hverja gjöf á minnið eða reyna að blekkja hina leikmennina þegar verið er að losa sig við gjöf sem maður vill ekki eiga. Markmiðið er að losna við allar gjafirnar án þess að vera staðinn að því að segja ekki satt um það sem maður er að gefa. Ef það kemst upp um blekkinguna fær viðkomandi refsistig. Sá leikmaður sem hefur fæst refsistig í lok leiksins stendur uppi sem sigurvegari.

Fyrir 8 ára og eldri
Fjöldi leikmanna: 3-8
Spilatími: 15 mínútur

Framleiðandi: Ravensburger