Sjálfbærnidagbókin 2026

Sjálfbærnidagbókin 2026

Skipulegðu daginn – með framtíð jarðar í huga

Sjálfbærnidagbókin er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Hún sameinar hefðbundið skipulag með vikulegum fróðleiksmolum og verkefnum sem efla sjálfbærnivitund í daglegu lífi. Þetta er dagbókin fyrir þá sem vilja halda utan um daginn sinn á hagnýtan hátt – en líka leggja sitt af mörkum til sjálfbærari framtíðar.

✨ Hentar jafnt einstaklingum og fyrirtækjum
📖 Vika á opnu – einfalt og notendavænt skipulag
🌱 Vikulegur fróðleikur og verkefni um sjálfbærni
✅ Hágæða prentun með FSC- og umhverfisvottunum
📐 Stærð: 20,5 x 26 cm
🔑 Möguleiki á sérmerkingu fyrir fyrirtæki (nafn eða merki)

👉 Gerðu skipulagið að hluta af sjálfbærri framtíð – pantaðu þína dagbók í dag!

Um höfundinn – Ketill Berg Magnússon

Um höfundinn – Ketill Berg Magnússon

Ketill hefur helgað starfsferil sinn sjálfbærni, siðfræði og mannauðsmálum í alþjóðlegu samhengi. Hann starfar hjá JBT Marel og hefur áður stýrt Festu – miðstöð um sjálfbærni, þar sem hann skapaði vettvang fyrir fyrirtæki til að vinna sameiginlega að loftslagsmálum og samfélagslegri ábyrgð.

Hann er jafnframt kennari við Háskólann í Reykjavík, þar sem hann hefur í tvo áratugi þróað námsleiðir sem tengja saman fræði og raunverulegar áskoranir. Sjálfbærnisdagbókin er afrakstur ástríðu hans fyrir að sameina heimspeki, siðferði og sjálfbærni í hagnýta og daglega notkun.

🎓 MBA frá ESADE í Barcelona
🎓 M.A. í heimspeki og viðskiptasiðfræði frá Kanada
🌍 20+ ára reynsla í sjálfbærni og mannauðsmálum