Gagnvirkur skjár i3-Touch E-One 86

I310010352

i3TOUCH E-ONE er gagnvirkur skjár með kröftugum, en einföldum hugbúnaði, sem gerir þér kleift að deila og skrifa hugmyndir í rauntíma, hvar sem er í heiminum. Það er einfalt að setja skjáinn upp og hann kveikir á sér um leið og þú gengur inn í herbergið. Skjárinn er fljótur, klár og þægilegur í notkun og svo er hönnun hans líka einstaklega glæsileg. 86"

Hægt er að skoða sýningarskjá í sýningarsal húsgagnadeildar, Skeifunni 17. Opnunartími salarins er 09:00-17:00 alla virka daga.

  • Hannaður með kennara í huga svo þeir geti einbeitt sér að því sem mestu máli skiptir - kennslunni.
  • Með ýmsum forritum og verkfærum sem eru í boði fyrir skjáina verður kennslustundin ævintýri líkust fyrir nemendurna. Gagnvirkur kennsluhugbúnaðurinn gerir þér kleift að glæða kennslustundina lífi með þrívíddarmódelum, fyrirfram ákveðnum kennsluaðferðum eða sniðmátum og hægt er að finna spennandi viðfangsefni fyrir alla aldurshópa, bæði með virkri þátttöku nemenda og/eða til að bæta við kennsluefnið sem verið er að nota.
  • Með hverjum skjá fylgja fjórir þartilgerðir pennar í mismunandi litum svo hægt er að skrifa beint á skjáinn, eins og tússtöflu, sem gerir upplifunina gagnvirkari og samvinna milli kennara og nemenda verður meiri. Auk þess er hægt að nota fingurinn til að skrifa og teikna; það geta því fleiri en einn unnið við skjáinn í einu.
  • Hægt er að skipta skjánum í tvennt og þannig er hægt að nota tvö forrit í einu sem getur sparað tíma og fyrirhöfn.
  • Með Android 13 er skjárinn afar öflugur, hraður og öruggur.
  • Skjárinn er ákaflega vandaður og hannaður úr efnum í hæsta gæðaflokki. Yfirborð hans er til dæmis með extra sterku lagi sem gerir það að verkum að skjárinn þolir mikið álag án þess að rispast.
  • Umhverfisvernd er höfð í hávegum við hönnun skjáanna og þess gætt að þeir séu ekki orkufrekir.
  • Hreyfiskynjari sem skynjar hreyfingu í allt að 8 metra fjarlægð, kveikir á skjánum þegar þú gengur inn í herbergið og þegar skjárinn er ekki í notkun slekkur hann sjálfkrafa á sér til að spara orku. Með birtu- og hreyfiskynjara heldur skjárinn orkueyðslunni í jafnvægi sama hvernig birtustigið er í herberginu.
  • Nóg geymsluminni er í skjánum svo það er lítið mál að geyma til dæmis kennslugögnin, eða allar hugmyndirnar sem fæddust í kennslustundinni.


Framleiðandi: i3-Technologies