Heimanám - ekki kvöl og pína
Heimanám - ekki kvöl og pína
Heimanám - ekki kvöl og pína
Heimanám - ekki kvöl og pína
Heimanám er þýðingarmikill þáttur í skólagöngu barna; það er mikilvægt að halda því við sem hefur verið lært í skólanum og byggja upp sterkar námsvenjur sem fylgja börnunum í framhaldsnám og út í lífið.
Foreldrar og aðrir uppalendur vita að heimanám er þó ekki alltaf ofarlega á vinsældalistanum og það getur verið erfitt að setjast niður og hefjast handa. Það getur líka gengið illa að halda einbeitingunni og þá er jafnvel stutt í ergelsið.
Ýmislegt er hægt að gera til að auðvelda sér vinnuna og gera hana jafnvel skemmtilega því heimanámið þarf ekki að vera kvöl og pína! Hér eru nokkur atriði sem hafa reynst okkur hjá A4 vel þegar kemur að því að aðstoða börnin við heimanámið.
Foreldrar og aðrir uppalendur vita að heimanám er þó ekki alltaf ofarlega á vinsældalistanum og það getur verið erfitt að setjast niður og hefjast handa. Það getur líka gengið illa að halda einbeitingunni og þá er jafnvel stutt í ergelsið.
Ýmislegt er hægt að gera til að auðvelda sér vinnuna og gera hana jafnvel skemmtilega því heimanámið þarf ekki að vera kvöl og pína! Hér eru nokkur atriði sem hafa reynst okkur hjá A4 vel þegar kemur að því að aðstoða börnin við heimanámið.
Hafið umhverfið notalegt
Hafið umhverfið notalegt
Hafið umhverfið notalegt
Hafið umhverfið notalegt
Gott er að reyna að velja stað á heimilinu þar sem er lítið af truflunum, góð birta og þægilegt að sitja. Það getur líka hjálpað að hafa allt nauðsynlegt efni við höndina, svo sem bækur, blýanta og tölvu.
Ef læti eru í kring, eins og gengur og gerist í daglegu lífi, getur verið gott að barnið noti heyrnartól sem útiloka hávaða eða jafnvel eyrnatappa. Sumum finnst gott að læra með tónlist í eyrunum og þá koma þráðlaus heyrnartól sér frábærlega.
Ef læti eru í kring, eins og gengur og gerist í daglegu lífi, getur verið gott að barnið noti heyrnartól sem útiloka hávaða eða jafnvel eyrnatappa. Sumum finnst gott að læra með tónlist í eyrunum og þá koma þráðlaus heyrnartól sér frábærlega.
Skipuleggið tímann
Skipuleggið tímann
Skipuleggið tímann
Skipuleggið tímann
Ákveðið þau verkefni sem þarf að klára, stundum er gott að skipta stærri verkefnum niður í smærri einingar. Róm var ekki byggð á einum degi og ef til vill þarf ekki að klára allt heimanámið á einu bretti.
Tímavaki er frábært hjálpartæki til að setja sér tímamörk og það hjálpar oft að sjá sjónrænt hvað tímanum líður. Þannig er til dæmis hægt að ákveða að sitja við heimanámið í 25 mínútur áður en tekið er stutt hlé og svo haldið áfram. Tímavaki getur hjálpað barninu að halda einbeitingu og komið í veg fyrir þreytu.
Tímavaki er frábært hjálpartæki til að setja sér tímamörk og það hjálpar oft að sjá sjónrænt hvað tímanum líður. Þannig er til dæmis hægt að ákveða að sitja við heimanámið í 25 mínútur áður en tekið er stutt hlé og svo haldið áfram. Tímavaki getur hjálpað barninu að halda einbeitingu og komið í veg fyrir þreytu.
Notið hvatakerfi
Notið hvatakerfi
Notið hvatakerfi
Notið hvatakerfi
Stundum þurfum við einhvers konar hvatningu til að halda okkur að verki; fullorðnir jafnt sem börn. Það getur verið sniðugt að nota hvatakerfi með því til dæmis að gefa barninu stimpil eða límmiða þegar heimanámi eða verkefni er lokið. Þegar ákveðnum fjölda stimpla eða límmiða er náð er svo hægt að verðlauna sig með ferð í ísbúðina, sund eða gera eitthvað sem barnið hefur fengið að ákveða áður.
Skapið góða vinnuaðstöðu
Skapið góða vinnuaðstöðu
Skapið góða vinnuaðstöðu
Skapið góða vinnuaðstöðu
Í dag eru spjaldtölvur mikið notaðar í námi barna og það getur verið mikið álag á háls og hnakka að horfa niður á skjáinn. Til að koma í veg fyrir slíkt álag, og jafnvel stoðvandamál síðar á lífsleiðinni, er gott að nota spjaldtölvustand þar sem skjárinn er þá í augnhæð. Sama er að segja um símann. Ef verið er að vinna við tölvuskjá eru skjásíur sem koma í veg fyrir augnþreytu, ómissandi.
Þá eru vönduð ritföng mikilvæg. Til dæmis eru blýantar og litir með þríhyrndu gripi einstaklega góðir þar sem þeir bæði tryggja rétt grip og barnið þreytist síður í hendinni við að skrifa. Sumum hentar líka vel að vera með svokallað pennagrip, sem sett er fremst á blýant eða penna.
Þá eru vönduð ritföng mikilvæg. Til dæmis eru blýantar og litir með þríhyrndu gripi einstaklega góðir þar sem þeir bæði tryggja rétt grip og barnið þreytist síður í hendinni við að skrifa. Sumum hentar líka vel að vera með svokallað pennagrip, sem sett er fremst á blýant eða penna.
Hafið skipulagið á hreinu
Hafið skipulagið á hreinu
Hafið skipulagið á hreinu
Hafið skipulagið á hreinu
Það getur verið mikill hraði í nútímasamfélagi og í mörg horn að líta fyrir foreldra og uppalendur. Þannig vill eitt og annað gleymast í dagsins amstri, þar á meðal verkefni eða próf sem barnið þarf að undirbúa sig fyrir. Dagbók og/eða góð minnisbók er því ómissandi til að skrifa niður þessa mikilvægu hluti sem ekki mega gleymast.