HILO
NG4249362
Lýsing
HILO er skemmtilegt kortaspil þar sem leikmenn raða spilunum sínum, snúa við einu í einu, draga úr bunkanum og reyna að láta lægri spil koma í staði þeirra hærri. En liturinn skiptir líka máli! Nokkrar umferðir eru spilaðar þar til einn leikmaður hefur farið yfir 100 stig. Markmiðið er að vera með sem fæst stig að spilinu loknu.
- Fyrir 8 ára og eldri
- Fjöldi leikmanna: 2-6
- Spilatími: 30 mínútur
- Hönnuðir: Eilif Svensson og Knut Strömfors
- Unglingaspil, krakkaspil, möndlugjöf, félagsmiðstöð, frístund, partíspil, partýspil, fjölskylduspil
Aðferð: Hver leikmaður er með 3*3 spil fyrir framan sig og reynir að ná eins lágri heildarsummu og hægt er með því að skipta út háum spilum fyrir lægri spil. Liturinn skiptir þó líka máli því ef þrjú spil í sama lit mynda heila röð, skáröð eða dálk, má leikmaðurinn taka þau öll út í einu. Því gæti það borgað sig að halda í hátt spil til að reyna að ná heilli litaröð. Næsti leikmaður má taka upp það spil sem búið er að henda. Spilið er spilað yfir nokkrar umferðir þar til einn leikmaður hefur farið yfir 100 stig. Sá leikmaður sem er með fæst stig að spili loknu, sigrar.
Eiginleikar