Hitamælir, -20/+110°C, án kvikasilfur

FRE693700

Hitamælir, án kvikasilfurs, -20/+110°C.

Lýsing: Vandaður stafahitamælir án kvikasilfurs (Hg), mælisvið -20/+110°C, upplausn 1/1. Lengd 300 mm, rauð fylling á hvítum bakgrunni.

Hitamælar eru skemmtileg rannsóknartæki sem nýtast bæði í stærðfræðikennslu (sbr. talnaskilningur) og náttúrufræðikennslu. Nemendur geta mælt hitastig bæði úti og inni og með því að skrá geta þeir fylgst með breytingum og reynt að finna skýringar á þeim. Hitamælar krefjast nákvæmni og þjálfa nemendur í skráningu. Á þeim koma fram bæði jákvæðar og neikvæðar tölur og eru þeir því einkar hentugir til að leggja grunn að skilningi nemenda á neikvæðum tölum.
Aldur: 4.-10. bekkur.

Framleiðandi: Frederiksen.