Íslenska fjögur (2014)

FOR333944

Íslenska fjögur (2014).

Höfundar: Ragnhildur Richter, Sigríður Stefánsdóttir, Steingrímur Þórðarson.

Íslenska fjögur er nú gefin út í tilraunaútgáfu (sem er uppseld!) en kemur í endanlegri útgáfu haustið 2014.

Í bókinni er fjallað um tímabilið 1550–1900 í fjórum mislöngum hlutum. Ítarlegir hlutar eru um lærdómsöld og rómantík og styttri hlutar um upplýsingu og raunsæi. Eitt mikilvægt skáld er í aðalhlutverki í hverjum hluta og tímabilið skoðað út frá því skáldi.

Í bókinni eru margs konar verkefni og viðfangsefni fyrir nemendur sem eru miskrefjandi og reyna á sem flesta þætti náms í móðurmáli.


Útgefandi: Forlagið, 2013.