Kaplakubbar, 200 stykki ásamt hugmyndabók

BET613030

Kaplakubbar, 200 stk. ásamt hugmyndabók.

Lýsing: Kapla eru einstakir byggingakubbar sem eru allir af sömu stærð og byggja á röðun oddatalnanna: 1:3:5. Það þýðir að hægt er að velja um 3 þykktir á kubbabreiddina og 5 breiddir á kubbalengdina. Með þessu móti opnast óendalegir sköpunarmöguleikar fyrir börn og fullorðna án þess að kubbarnir séu á nokkurn hátt festir saman. Þeir munu því falla saman í hrúgu að lokum, tilbúnir í ný verkefni og vangaveltur.

Kaplakubbarnir hafa uppeldis- og kennslufræðilegt gildi, t.d. á sviði rúmfræði, náttúruvísinda, tæknigreina og lista. Þeir henta bæði í frjálsum leik barna, einstaklingsmiðuðu námi sem og í hópvinnu einstaklinga. Þeir byggja í senn á ögun og einbeitingu, ímyndunarafli, rökhugsun, samhæfingu hugar og handa, málþroskun o.fl. Þeir henta jafnt ungum sem öldnum, allt eftir eðli viðfangsefnisins. Það sem mestu máli skiptir er að skapa og þroskast þannig í gegnum sjálfan kubbaleikinn.

Höfundur Kapla er Tom van der Bruggen. Kapla er styttinga á hollenska heitinu „Kabouter Plankjes“ sem merkir „spakmannskubbar“.

Dreifing: Logic Learning.