



Nýtt
Kíkjum í kaffi - Til að kynnast ömmu betur
VSOKIK25.01
Lýsing
Hvernig hefur amma það?
Við lifum á tímum þar sem hraði og áreiti ræður ferðinni. Dagarnir fljúga hjá og við gleymum stundum að staldra við og gefa fólkinu sem mótaði okkur athygli .
Kíkjum í kaffi til ömmu er áminning um að gera einmitt það:
Að setjast niður, hella upp á og gefa ömmu tíma, hlusta á hana, spyrja og uppgötva nýjar hliðar á lífi hennar. Það er ýmislegt sem við ekki vitum og annað sem við höfum gleymt.
Spilið leiðir okkur í gegnum sögur, minningar og lífsreynslu ömmu sem er ómetanlegur hluti af fjölskyldusögunni. Með því að taka upp samtölin eða skrá niður svörin getum við auk þess varðveitt sögurnar hennar fyrir okkur og þá sem á eftir koma.
Afkomendur geta þá skipst á að draga nokkur spil í hvert skipti sem þau kíkja í kaffi, og þannig dregið fram stillur úr lífi ömmu, litlar myndir af gleði, sigrum, lærdómi og ást.
Kíkjum í kaffi er "ævi-sögu-spjall-spil" sem hannað var til þess að hvetja fjölskyldur til að varðveita minningar og sögur ömmu langt umfram kaffistundina sjálfa.
Tilgangur spilsins er að fá ömmu til að opna sig, rifja upp gamla tíma og deila minningarbrotum og visku sinni með afkomendum.
Með 100+ spurningum sem spanna allt líf ömmu, frá bernskuári hennar til efri ára, opnast dyr að sögum sem sjaldan hafa verið sagðar áður. Og um leið - tækifæri til að varðveita þessar dýrmætu sögur.
Framleiðandi:Vsolve