Lesum lipurt - 8 léttlestrarbækur

HJA725030

Lesum lipurt - 8 léttlestrarbækur (Hefti 1-8).

Höfundur: Sigríður Ólafsdóttir.

Lýsing: 8 nýjar léttlestrarbækur eru komnar út fyrir byrjendur í lestri með aðferðarfræði Lesum lipurt eftir Sigríði Ólafsdóttur sérkennara. Skemmtileg nýjung við lestrarkennslu og góð viðbót við það námsefni sem til er.

Léttlestrarbækurnar í bókaflokknum Lesum lipurt eru ætlaðar öllum byrjendum í lestri. Þær henta einnig sérlega vel nemendum sem fara sér hægt af stað við lestrarnám eða eru áhugalitlir um lestur. Farnar eru óhefðbundnar leiðir og markmiðið er að þjálfa vel grundvallarfærni í lestri. Textinn í bókunum er mjög léttur og einfaldur í byrjun og mikið er um endurtekningar sem gerir það að verkum að nemandinn finnur fyrir getu sinni og sjálfstraust hans eykst.

Bækurnar þyngjast stig af stigi. Fyrsta bókin er léttust og sú síðasta þyngst. Á hverri blaðsíðu er byrjað á að leita að lítilli mynd sem er eins og myndin efst í hægra horni blaðsíðunnar. Það fangar athygli nemandans. Kennarinn les textann alltaf fyrst upphátt fyrir nemandann, síðan les nemandinn sjálfur sama texta. Ýmist er lesið eitt og eitt orð í einu, ein lína eða öll blaðsíðan (fer eftir nemandanum). Með því að kennarinn les fyrst orðin eða textann fyrir nemandann lærir hann að þekkja auðveld orð og brátt getur nemandinn lesið orðmyndir sem eina heild án þess að þekkja nákvæmlega alla stafi eða hljóð.

Útgefandi:Hjalli/Sigríður Ólafsdóttir, 2009.