Lesum lipurt - seinni hluti

HJA725029

Lesum lipurt - seinni hluti.

Höfundur: Sigríður Ólafsdóttir.

Lestrar- og málþjálfunarverkefnin Lesum lipurt eru gefin út í tveimur heftum. Þau henta vel til kennslu á grunnskólastigi og geta einnig komið að notum á lægri stigum framhaldsskóla. Farnar eru óhefðbundnar leiðir. Á hverri blaðsíðu eru fjölbreytt og misþung verkefni, ætluð mismunandi getustigum. Þau miða að því að bæta lestrar- og málfærni nemenda. Letur er stórt og breitt. Verkefnin þjálfa grunnlestrartækni með áherslu á augnhreyfingar. Þau er til þess fallin að teygja á sjónskerpusviðinu og stækka þannig svæðið sem augun sjá skýrt í hverri augndvöl. Þannig verða augnhreyfingar færri, augunum miðar betur áfram í línunni og lestrarhraði eykst. Litið er á lestur eins og hverja aðra íþrótt sem þarf að æfa og þjálfa reglulega til að ná árangri.

Höfundur Lesum lipurt er Sigríður Ólafsdóttir sérkennari. Hún hefur í áratugi starfað við lestrarkennslu seinfærra barna; sérkennslu, talkennslu og kennslu heyrnardaufra. Hún hefur einnig starfað sem alm. kennari.

Útgefandi:Hjalli/Sigríður Ólafsdóttir.