Ljósgreiningarsett, Frederiksen

FRE695200

Ljósgreiningarsett, Frederiksen (Optiksæt).

Ath.: Sérpöntunarvara - Viðmiðunarverð!

Lýsing: Já litir - grár litur er t.d. ekki einungis grár - en hvernig má það nú vera? Þetta sett veitir svarið. Í einum enda ljósgreiningartækisins má setja inn allt að 3 ólíka litasíur og litaða ljósið blandast eftir það með hljálp stillanlegra spegla. Settið hjálpar nemendum að upplifa eiginleika ljóssins á auðskilin og sannfærandi hátt, einnig flatarmálsfræði lita, litablöndun og myndsköpun. Engan aukabúnað þarf með settinu, nema 12 V straumbreyti. Við framkvæmd flestra tilrauna þarf ekki að myrkva kennslustofuna. Auðvelt er fyrir nemendur að nota settið því það er einfalt að allri gerð. Sjálft ljósgreiningartækið (þ.e. aðaltæki settsins) hefur 12 V/3 A lampa. Hægt er að setja inn blindara í annan enda tækisins til að mynda ljósgeisla sem geta orðið samsíða með innbyggðri stillanlegri linsu. Settið kemur í hólfaöskju og hefur hver hlutur sinn vísa stað. Settið inniheldur: Ljósgreiningartæki, linsusnið, blindara, litasíur, tilraunahefti, parabólska spegla o.fl.; alls 24 hlutir. Hægt er að kaupa kennsluleiðbeiningar með settinu (sjá vörunr. SB695201).

Framleiðandi: Frederiksen.