
Lýsing
Sett frá Kensington með vönduðu og traustu lyklaborði ásamt tölvumús, með snúru, sem tryggir hikstalausa notkun og þægindi. Settið er í EQ-línu Kensington sem unnin er úr endurunnu efni, PCR, og stendur sem tákn fyrir skuldbindingu Kensington um að draga úr umhverfisáhrifum án þess að skerða gæði eða frammistöðu. Plastið í settinu inniheldur 59% endurunnið efni, PCR.Ytra efni er hulið himnu sem verndar innri hlutann gegn vökva svo vatn, kaffi og annar vökvi á ekki greiða leið þangað inn. Lyklaborðið er með talnaborð hægra megin og hentar frábærlega fyrir þau sem nota gömlu góðu fingrasetninguna. Vinnuvistfræðileg hönnunin gerir það að verkum að þú þreytist síður í úlnliðum og höndum við að skrifa á lyklaborðið, jafnvel þótt þú skrifir í langan tíma í senn.
Mælum með: Límmiðar á lyklaborð, íslenskir stafir. vöru nr. TAEK3272
- Litur: Svartur
- USB
- Ytra efni: Plast, inniheldur 59% endurunnið PCR
- 2ja ára framleiðsluábyrgð
- Framleiðandi: Kensington
Eiginleikar