

Mjaðmagrind konu - kennslulíkan
3B1000134
Lýsing
Líkanið er í raunstærð og sýnir mjög nákvæmlega hvernig mjaðmagrind konu lítur út og hvernig beinin eru samsett. Það sýnir mjaðmagrindarbein, spjaldbein, rófubein, klyftasambryskju og 4. og 5. lendarlið.
- Efni: Úr vönduðu PVC-plasti (e. Medical PVC)
- Hæð: 21 cm
- Lengd: 18 cm
- Þyngd: 680g
- Framleiðandi: 3B Scientific
Nú bjóða öll ný 3B Scientific kennslulíkön upp á ókeypis aðgang að námskeiðinu 3B Smart Anatomy, sem er hýst í hinu margverðlaunaða forriti Complete Anatomy frá 3D4Medical. Námskeiðið inniheldur 23 fyrirlestra, 117 mismunandi sýndarlíkön og 39 próf þar sem hægt er að kanna þekkingu sína í líffærafræði.