Moments BS barstóll

JHMOMENTBS

Moment barstóll frá Johanson Design.
Afrakstur skemmtilegra tilrauna Johan Lindstén með ferhyrnt form er ekki aðeins áberandi útlit, heldur einnig sterk og stöðug smíði.
Með þægindum og einstökum glæsileika er Moment stóllinn fullkominn miðpunktur til að búa til húsgagnalausn sem endurspeglar nútímalega hönnun.
Nú er Moment serían stækkuð með barstól fyrir sveigjanlegri uppröðun húsgagna.
Hönnuður Moment er Johan Lindstén en hönnunarvörur hans einkennast af vel ígrundaðri hönnun og óvæntum smáatriðum í skapandi ferli sem hámarkar virkni hverrar vöru.
Moment barstóllinn kemur í tveimur sethæðum; 65 cm og 80 cm., setan er 36 cm djúp og breidd setu er 38 cm.
Hægt er að fá hleðsluvagn sem tekur 6 stóla.
Einnig er hefðbundinn fjögurra fóta stóll í boði sem er með einstaklega góða sethæð eða 48 cm. og hentar vel þeim sem eiga erfitt með að standa upp úr djúpum og lágum stólum.

Moment er einstaklega umhverfisvænn stóll en endurunnið stálið í honum er á bilinu 20-50% en allt stálið er svo 100% endurvinnanlegt. Allt plastefni er 100% endurvinnanlegt með því að mala plastefnið. Umhverfisvænt lím (water based) er notað við bólstrun og allt bólsturefni og plast er laust við klórflúorkolefni (C.F.C. emission).

Hægt er að fá fætur hvíta eða svarta sem standard liti og gegn aukagjaldi eru allt að 190 aðrir RAL litir í boði. Fjölbreytt úrval lita og áklæða gefur hönnuðinum í þér fullt af tækifærum til að miðla ákveðnu útliti fyrir umhverfið sem stólinn á að vera í.

Hönnuður: Johan Lindstén
Framleiðandi: Johanson Design AB
Ábyrgð: 2. ára ábyrgð gegn framleiðslugöllum

Komdu til okkar í Skeifuna 17 og fáðu nánari upplýsingar eða sendu okkur póst á husgogn@a4.is og við svörum um hæl.