Partners

NG496025

Skemmtilegt og spennandi samvinnuspil fyrir fjóra þar sem tvö lið vinna saman að því að koma sínum peðum hringinn og á leiðarenda, líkt og í lúdó. Notuð eru spil í stað teninga til að ná forskoti eða klekkja á andstæðingunum. Liðið sem fyrst kemur öllum peðunum sínum á lokareit sigrar og því er mikilvægt að standa saman og sýna góða samvinnu. Í  hverri umferð fá leikmenn fjögur spil en þurfa að skipta á einu þeirra við þann sem er með þeim í liði. Liðið sem fyrst kemur öllum peðunum sínum á lokareit sigrar. Leikreglur á íslensku fylgja.


  • Fyrir 8 ára og eldri
  • Fjöldi leikmanna: 4
  • Leiktími: 60 mínútur
  • Höfundur: Thomas Bisgard
  • Merkingar: Herkænskuspil, borðspil, félagsmiðstöð, fjölskylduspil