





Nýtt
Posarúllur 80mm x 72m 5 stk. í pk. bisfenóllausar
BRA01190
Lýsing
Posarúllur, thermalrúllur, sem hægt er að nota í hvers kyns thermalvélar.
A4 hóf haustið 2025 sölu á posarúllum sem innihalda ekkert bisfenól. Bisfenól eru manngerð efnasambönd sem meðal annars eru notuð við framleiðslu á ýmsum plastefnum. Í hitaþolnum pappír, líkt og er í posarúllum, þá má bisfenól A ekki vera í hærra hlutfalli en sem nemur 0,02% af þyngd pappírs, en hér er hlutfallið semsé 0%.
Rannsóknir hafa sýnt fram á skaðsemi af völdum bífenól efnasambanda. Bisfenól A getur þannig aukið líkur á hjarta- og æðasjúkdómum, dregið úr frjósemi, lækkað fæðingarþyngd nýbura, aukið líkur á offitu og efnaskiptasjúkdómum, haft óæskileg áhrif á ónæmiskerfið, haft í för með sér hormónatengda krabbameinsáhættu og haft taugaþroskunarfræðileg áhrif. (Heimild: vefsíða Umhverfi- og orkustofnunar)
- 80 mm x 72 m
- 48 g/m² pappír
- 5 rúllur í pakka
- Merking á pappírnum gefur til kynna þegar hann er við það að klárast
- Merking aftan á pappírnum segir að hann innihaldi 0% fenól.
- Með FSC vottun, úr sjálfbærri skógrækt (FSC-C002321)
- Framleiðandi ábyrgist 10 ára endingu texta á posarúllupappírnum.
- Framleiðsluland: Frakkland
- Framleiðandi: Exacompta