Rafmagnssett Explorer 2. framhaldssett

CABELKT91100

Rafmagnssett, framhaldssett

Ath Sérpöntunarvara - Viðmiðunarverð!

Aldur: 10-14 ára.

Lýsing: Þetta sett er hannað til að bæta við þá þekkingu sem notandi hefur öðlast úr byrjendasettinu. Ætlað til notkunar jafnt heima sem og í kennslu. Hægt að búa til FM útvarp, viftu, lögreglu sírenu, regnmæli og margt fleira.


Ávinngur skóla:
• Ódýr námssett í samanburði við aðrar lausnir til að kenna rafmagns- og rafeindafræði á grunnskólastigi.
• Allar einingar eru sterkar og endingargóðar, afar einfalt að setja saman straumrásir og auðvelt að fá varahluti í stað þeirra sem týnast.
• Settin bjóða upp á fjölda tilrauna sem taka lítin tíma í framkvæmd og því auðvelt að byrja á nýjum verkefnum sem ýtir undir námsáhuga nemenda.

Ávinngur heimila:
• Kennara er ekki endilega þörf til að barnið njóti þess að uppgötva leyndardóma rafmagnsfræða! Foreldrar geta einnig leiðbeint börnunum! Námssettin eru þannig frábær og þroskandi gjöf fyrir börn sem geta tímunum saman glímt við ný og spennandi viðfangsefni.
• Börnin læra fljótt og vel um það hvernig byggja eigi straumrásir og breyta þeim í takt við það sem þær eiga að leiða af sér.
• Námssettin eru hönnuð með tilliti til námskrár þannig að foreldrar geta því verið vissir um að börnin eru að framkvæma hluti sem skipta þau máli.

Almennir kostir rafmagnstilraunasettanna:
• Gerir námið skemmtileg (lært um grunnhugtök rafmagns- og rafeindafræða)
• Tilbúin til notkunar (engin óþarfa uppsetningartími, allt á einum stað)
• Auðvelt í samsetningu (einingar smelltar saman á plötu)
• Litakóðaðir einingar (bæði með númerum og litum; sbr. leiðbeiningar)
• Þægilegar pakkningar (hver eining á sér sinn stað í pakkanum)
• Notendaleiðbeiningar (ítarlegar en einfaldar per sett; litakóðaðar straumrásir)
• Kennara-/foreldraleiðbeiningar (sbr. Primary Kit, verkefnablöð)
• Örugg rafmagnssett (nota 3V og 6V rafhlöður)
• Kennslufræðileg gæði (t.d. sjón- og heyrnaráreiti)
• Námskrártengd sett (í samræmi við gildandi námskrá, sjá hér á baksíðu)
• Höfðar jafnt til stráka sem stelpna (settin voru hönnuð með það í huga)
• Hagstæð verð (þ.e. í samanburði við önnur svipuð rafmagnssett)
• Hentar öllum aldri (þ.e. börnum á grunnskólastigi)

Framleiðandi: Cambridge Brainbox.