Skólapeysur

FOR228172

Bókin Skólapeysur geymir tólf uppskriftir að heilum prjónuðum peysum fyrir sex til fjórtán ára börn. Úrvalið er fjölbreytt, með klæðilegum og fallegum uppskriftum að t.d. einlitum peysum og peysum með klassískum mynsturbekkjum. Þetta er fjórða bókin sem Prjónafjelagið gefur út en þær eldri heita Heimferðarsett, Leikskólaföt og Leikskólaföt 2.