Stolab - Hundranian Armchair hægindastóll

STOVHUNDARM

Hundranian Armchair frá Stolab.
Hönnuður: Jonas Lindvall 2013

Þegar Jonas Lindvall hannaði Hundranian stólinn sótti hann innblástur frá fyrstu áratugum 20. aldarinnar og þróaði alveg nýjan stól, aðlagaður að umhverfi nútímans.
Það er einfaldleiki í hönnuninni sem gerir það að verkum að stóllinn passar vel í aðstæður þar sem þörf er fyrir mörg sæti og þar sem kröfur eru gerðar um bæði form og virkni.
Hundranian stóllinn er staflanlegur (6 stólar) og er mjög stöðugur, þökk sé álgrindinni undir sætinu.
Stóllinn er líka mjög þægilegur vegna rausnarlegs og umfaðmandi baks.
Veldu á milli bólstraðrar setu með viðarbaki eða bólstraðs sætis og baks. Í boði eru tengi sem aukabúnaður.
Hundranian er einnig fáanlegur sem hefðbundinn 4-fóta stóll.

Hundranian Armchair er fáanlegur í gegnheilu birki, eik eða aski.
Hundranian Armchair úr birki og aski hefur Möbelfaktavottun.

Heildarhæð: 80 cm.
Vídd: 58 cm.
Lengd: 49 cm.
Sætisdýpt: 40 cm.
Hæð að örmum: 68 cm.
Sethæð: 45 cm.

Framleiðandi: Stolab Svíþjóð
Ábyrgð: 5 ár gegn framleiðslugöllum

Komdu til okkar í Skeifuna 17 og fáðu nánari upplýsingar eða sendu okkur póst á husgogn@a4.is og við svörum um hæl.