Stolab - Lilla Åland Chair stóll

STOVLILLACHAIR

Lilla Åland Chair frá Stolab.
Hönnuður: Carl Malmsten 1942.

Lilla Åland er sannkölluð klassík hjá Stolab, og hefur margsinnis táknað framúrskarandi sænska 20. aldar hönnun.
Carl Malmsten var innblásinn af heimsókn í Finnström kirkjuna á Álandseyjum árið 1938, sem innihélt fjölda stóla með pírala baki og stóðu þar í röð.
Hann teiknaði stólana og eftir nokkrar lagfæringar og viðbætur, dæmigerðar fyrir hans eigin stíl, hófst framleiðsla hjá Stolab.
Í dag er klassíski stóllinn í Windsor stíl á Röhsska hönnunarsafninu í Gautaborg.
Lilla Åland fellur fallega inn í margar mismunandi gerðir af innanhússhönnunarstílum.
Stóllinn er mjög þægilegur með mjúklega greyptri sætiskel og fallegu pírala baki.

Lilla Åland Chair er gerður úr gegnheilu birki eða eik og hægt að fá í fjölmörgum litum.
Þessi stóll hefur Möblefakta vottun.

Heildarhæð: 88 cm.
Vídd: 44 cm.
Lengd: 57 cm.
Sætisdýpt: 43 cm.
Sethæð: 44 cm.

Framleiðandi: Stolab Svíþjóð
Ábyrgð: 5 ár gegn framleiðslugöllum

Komdu til okkar í Skeifuna 17 og fáðu nánari upplýsingar eða sendu okkur póst á husgogn@a4.is og við svörum um hæl.