Þættir úr Íslandssögu, Frá landnámi til 1820 - Sk

NOT799484

Þættir úr Íslandssögu - Frá landnámi til 1820.

Ath.: Notuð bók - Skiptibók!

Höfundur: Guðmundur J. Guðmundsson.

Lýsing: Þættir úr Íslandssögu frá landnámi til 1820 er yfirlitsrit um sögu landsins og þjóðarinnar frá landnámi fram um 1820. Markmið höfundar er að gefa kost á hentugri og hæfilega langri kennslubók til notkunar á framhaldsskólastigi. Bókin ætti þó einnig að geta nýst almenningi sem aðgengilegt yfirlitsrit um sögu og sagnfræði tímabilsins.

Bókina má nota eina og sér til kennslu en einnig má samþætta hnitmiðað nám í mannkyns- og Íslandssögu með heftum úr bókaflokknum Þættir úr sögu vestrænnar menningar en þar má finna fjórar eldri bækur; Fornöldina frá steinöld til 476 e.Kr., Miðaldir, Nýöldina 1492-1848 og loks Frá 1848 til okkar daga.

Eins og í fyrri ritum bókaflokksins er megin áherslan hér lögð á stjórnmálasögu landsins en í bókinni er einnig að finna kafla um félags- og menningarsögu og kafla um þjóðhætti. Ríkulegt myndefni er í bókinni.

Höfundur er Guðmundur J. Guðmundsson sagnfræðingur og framhaldsskólakennari.

Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag, 100 bls., kilja.