Spil og púsl

Kynning

That´s Not a Hat

Vörukynning

That´s Not a Hat er einfalt en ótrúlega skemmtilegt minnis- og blekkingarspil sem gengur út að reyna að muna eftir því hvaða gjafir búið er að gefa og reyna að blekkja hina leikmennina þegar hægt er. Enginn getur gengið út frá því að standa uppi sem sigurvegari en eitt er víst; það verður mikið hlegið!

Fjársjóðsleit í völundarhúsi

Vörukynning

Labyrinth frá Ravensburger er klassískt fjölskylduspil, frábær þrautaleikur, spennandi en umfram allt ótrúlega skemmtilegt! Leikmenn fara í gegnum völundarhús sem tekur sífelldum breytingum og safna dýrgripum um leið og þeir reyna að komast aftur á byrjunarreit.

Funny Bunny

Vörukynning

Funny Bunny er líflegt og skemmtilegt borðspil fyrir fjögurra ára og eldri þar sem kanínur eru í kapphlaupi. Sú kanína sem fyrst kemst upp á topp á hæðinni vinnur. Það þarf þó að fara varlega því kanínurnar geta horfið! My First Funny Bunny er skemmtileg útgáfa af spilinu, ætluð átján mánaða og eldri.